Úkraína : börnin á víglínunni

0
648
Jarðsprengjur
Jarðsprengjur særa og drepa fleiri í Úkraínu en nokkru öðru ríki að Afganistan og Sýrlandi frátöldu.

Öll heimsbyggðin upplifir mikið álag þessa dagana vegna COVID-19, en Úkraínubúar eru alvanir hamförum því þeir hafa lifað í skugga stríðs í meir en sex ár.

Eitt af því sem veldur mestum uggi og ótta eru jarðsprengjur. Alþjóðlegur dagur vitundar um jarðsprengjur er 4.apríl.

Stríðandi fylkingar hafa látið ákall António Guterres aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna um alheims-vopnahlé sem vind um eyru þjóta. Átök halda áfram í austurhluta Úkraínu.

Meir en 13 þúsund hafa týnt lífi í átökum Úkraínu og aðskilnaðarsinna hliðhollum Rússum. 1.6 miljónir Úkraínumanna hafa flosnað upp frá heimilum sínum. Þeir sem ekki hafa flúið heimili sín hafa mátt þola stórskotahríð og lifa í ótta við jarðsprengjur.

Jarðsprengjur

Jarðsprengjur Úkraína
Varúð! Jarðsprengjur!

Stríðandi fylkingar standa andspænis hvor annari gráar fyrir járnum á fimm hundruð kílómetra löngu belti og sums staðar eru borgir klofnar í tvennt. Sundurskotnar byggingar og skólar, vegatálmar og loftvarnaskýli eru hversdagsleg fyrirbæri á víglínunni.

Óvíða hafa jafnmargar jarðsprengjur verið grafnar í jörðu á undanförnum árum og í Austur-Úkraínu. Aðeins í Afganistan og Sýrlandi hafa fleiri týnt lífi eftir að hafa stigið á jarðsprengjur.

Börnum stafar mikil hætta af jarð- og handsprengjum en 400 þúsund stúlkur og drengir búa nærri víglínunni. Í hverri einustu viku særist barn eða týnir lífi af völdum jarðsprengja eða annara sprengja. Oftast gerist þetta þegar barn tekur upp sprengjur sem líkjast leikföngum. Þeir sem lifa slíkt af örkumlast oftast fyrir líftíð.

Aðstoð við börn

UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna aðstoðar börn og reynir að vekja athygli heimsins á hlutskipti þeirra. Eit slíkt dæmi er Sasha, 13 ára gamall drengur.   . Þegar hún var tíu ára fann hann skothylki úti á engi. Hann ætlaði að leika sér með það þegar það sprakk og hann missti hönd og slasaðist á fæti.

Önnur er Karyna, 14 ára . Engar almenningssamgöngur eru á þessum slóðum og því gekk hún tveggja kílómetra leið í skólann framhjá yfirgefnum byggingum, ruslahaugum og jarðsprengjum. En Karyna fær kennslu í skólanum um hvernig varast beri þessa ógn.

„Okkur er sýnt hvernig jarðsprengjur og sprengjubrot líta út. Ég veit að ég má ekki snerta neitt sem lítur grunsamlega út, en ég reyni að ganga ekki nærri vegaköntum,” segir hún.

UNICEF nýtur stuðnings frá Þýskalani, Ítalíu og Japan og hefur ásamt samstarfsaðilum sínum frætt hálfa milljón barna og fjölskyldur þeirra um þær hættur sem eru jarðsprengjum samfara í austurhluta Úkraínu.

Þá njóta 270 þúsund börn sálfræðilegs stuðnings við að fást við það álag sem fylgir því að búa á átakasvæði – sem heimurinn virðist hafa gleymt.