Úkraína: Ingibjörg Sólrún skipuð í rannsóknarnefnd

0
558
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir ávarpar Allsherjarþingið sem utanríkisráðherra

Aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hefur skipað Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur í þriggja manna rannsóknarnefnd til að komast til botns í árásinni á Olinivka en 57 úkraínskir stríðsfangar létust þar 29.júlí.

Úkraínumenn og Rússar hafa skipst á ásökunum um að hafa borið ábyrgð á sprengingum í fangelsinu sem kostuðu 57 lífið og særðu 75.

António Guterres skipaði fyrrverandi brasilískan hershöfðingja Carlos Alberto  dos Santos Cruz og Youssoufou Yacouba frá Níger í rannsóknarnefndina, auk Ingibjargar Sólrúnar. Í tilkynningu talsmanns aðalframkvæmdastjórans segir að Ingibjörg Sólrún hafi að baki 40 ára reynslu í opinberri þjónustu, þar á meðal sem vara-fulltrúi aðalframkvæmdastjórans í Írak 2021-2022, hjá OSCE og UN Women, auk þess að hafa verið utanríkisráðherra Íslands.