Umfangsmeiri viðræður um nær öll helstu heimsmál en nokkru sinni fyrr á vettvangi Allsherjarþingsins

0
436
sg_ban2.jpg18. september 2007 – Leiðtogar alls staðar að úr heiminum koma saman til fundar á vettvangi Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna í tilefni af árlegum almennum umræðum.

Ban Ki-moon framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna sagðist á blaðamannafundi í dag búast við því að á næstu dögum yrði Allsherjarþingið vettvangur meiri diplómatískrar starfsemi í því skyni að stilla saman strengi um sameiginleg mál, en dæmi væru um. 
“Ég held að framundan sé tími kraftmestu diplómatísku starfsemi á fjölþjóðavísu í sögu Sameinuðu þjóðanna,” sagði Ban blaðamönnum í New York. “Nú þegar komið er vel fram á tuttugustu og fyrstu öldina, er greinilegt að Sameinuðu þjóðirnar eru orðnar enn á ný, sá vettvangur þar sem hnattræn málefni eru rædd og lausnir fundnar.” 

Auk almennra umræðna á Allsherjarþinginu, nefndi hann mikilvæga atburði sem munu eiga sér stað í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna á næstu vikum. Meðal þeirra eru alþjóðlegir fundir um loftslagsbreytingar, Darfur, Írak, Afghanistan, Kosovo og starf “kvartettsins” svokallaða sem fjallar um deiluna í Mið-Austurlöndum.   
Ban sagði að hann myndi , ásamt Oumar Konaré, formanni Afríkusambandsins, stýra viðræðum um Darfur.  

“Ég vona að við getum kortlagt áætlun og vegvísi fyrir komandi pólitískar viðræður sem byrja í Líbýu 27. október,” sagði framkvæmdastjórinn um Darfur.
“Þarna verður stigið eitt skref framávið og við þurfum að tvíefla viðleitni okkar til þess að tapa ekki þeim byr sem við höfum að efla.” 

Ban tilkynnti að 154, þar af 80 leiðtogar ríkja og ríkisstjórna myndu taka þátt í umræðum háttsettra manna um loftslagsbreytingar 24. september. 

“Þetta verður óformlegur atburður þar sem leiðtogar heimsins koma saman…til að takast á við þau vandamál sem við stöndum andspænis – ekki síst þeir sem minnst mega sín á þessari plánetu. Þeir sem eru í hættu vegna hækkandi yfirborðs sjávar og þeir sem verða að horfast í augu við minnkandi aðgang að vatni og matvælum vegna loftslagsbreytinga,” sagði framkvæmdastjórinn.

Ban minnti á niðurstöður Milliríkjavettvangsins um loftslagsbreytingar (Intergovernmental Panel on Climate Change (IPCC)) þar sem raktar hafa verið niðurstöður vísindamanna um fyrirbærið auk valkosta til mótaðgerða. Ban lagði áherslu á að þjóðir heims byggjust við því af ríkisstjórnum sínum að þær gripu til aðgerða.

Framkvæmdastjórnn mun hitta að máli meir en 100 leiðtoga ríkja og ríkisstjórna eða ráðherra á meðan á þinginu stendur. 

“Ég geri mér fyllilega grein fyrir því að vandamálin, hvort heldur sem er í Mið-Austurlöndum eða Kosovo eða Afghanistan, verða ekki leyst á einni nóttu,” sagði hann. “Leiðin er long og mikið starf framundan.”  

Sjá nánar: http://www.un.org/apps/news/story.asp?NewsID=23845&Cr=Ki-moon&Cr1=