Umhverfið: gleymda fórnarlamb styrjalda

0
441

monusco

6.nóvember 2013. Umhverfið hefur oft verið gleymda fórnarlamb styrjaldarátaka. Í dag er haldið upp á Alþjóðlegan dag til að hindra umhverfisspjöll í styrjöldum og vopnuðum átökum. 

„Við leggjum áherslu á mikilvægi þess að vernda umhverfið á stríðstímum og að góðum stjórnunarháttum á nýtingu náttúruaðæfa sé komið á að nýju þegar endurreisnarstarf eftir átök hefst, “ segir Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna í ávarpi á alþjóðlega deginum.Mannkynið hefur ætíð metið kostnað við styrjaldar í töpuðum mannslífum, eyðileggingu borga og búfjár en umhverfið hefur oft gleymst. Vatnsból eru eitruð, uppskera brennd, skógar felldir, akrar eitraði og dýr drepin í þágu hernaðarlegs ávinnings.

 Þar að auki hafa fjörutíu prósent allra átaka innan ríkja á síðustu 60 árum, snúist um nýtingu náttúruaðlinda, að mati Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNEP). Hér er ýmist um að ræða nýtingu timburs, demanta, gulls eða olíu eða auðlinda á borð við ræktanlegt land eða vatn. Sameinuðu þjóðirnar leggja þunga áherslu á mikilvægi þess að tryggja að aðgerðir í þágu umhverfisins séu hluti af því að hindra átök, gæta friðar eða byggja upp eftir átök. Varanlegum frið verður ekki komið á ef vistkerfi og náttúruauðlindir sem fólk hefur lífsviðurværi sitt af,hafa verið eyðilögð.

Sjá nánar: Heimildarmynd: „Scarred lands and Wounded Lives: The Environmental Footprint of War“ 

Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna (UNEP)

 Umhverfismat að loknum átökum (Post-Conflict Environmental Assessments)

UNEP: Að vernda umhverfið á meðan átök standa yfir. Yfirlit og greining á alþjóðalögum ( Protecting the Environment During Armed Conflict An Inventory and Analysis of International Law