Umhverfis-og heisufarsvá vegna flóða

0
455

14301955022 1c0df2053b z-2

4. júní  2014.  Sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna segja að mikið uppbyggingar, endurreisnar og hreinsunarstarf sé fyrir höndum í Saerbíu eftir flóðin sem herjuðu á landið um miðjan maí.

Í nýrri skýrslu sem afhent hefur verið stjórn Serbíu vara sérfræðingarnir við heilbrigðisvá vegna vatns sem situr eftir þótt flóðin hafi að mestu sjatnað. Varað er við umhverfisvá og búsifjum í landbúnaði að ógleymdum skemmdum á húsum, vegum, brúm og öðrum mannvirkjum.

Sérfræðingarnir frá UNDAC komu til Serbíu einum til einum og hálfum sólarhring eftir flóðin til að meta afleiðingar verstu náttúruhamfara á þessum slóðum í 120 ár . 34 létust í Serbíu og 30 þúsund urðu að flýja heimili sín.

Skýrslan greinir ástandið eins og það var á meðan sérfræðingarnir gerðu úttekt sína í Serbíu 18.-31.maí. Ástand húsa og samgöngu- og orkumannvirkja verður ekki að fullu ljóst fyrr en allt vatn er horfið á braut.  Irena Vojackova-Sollorano, oddviti Sameinuðu þjóðanna í Serbíu afhenti stjórnvöldum í Serbíu skýrsluna. 

 ”Þessi skýrsla markar upphaf,” segir Vojackova-Sollorano. ”Ég hlakka til að starfa með ríkisstjórn Serbíu, Evrópusambandinu og Alþjóðabankanum að ítarlegri úttekt á þörfum Serbíu til lengri tíma samkvæmt svokölluðu PDNA ferli. Skýrslan sem við afhentum er mikilvægt framlag til uppbyggingarstarfsins.” PDNA skuldbindur alþjóðlegu stofnanirnar og stjórn Serbíu til að þróa saman áætlanir um uppbyggingu og leggja mat á fjárhagslegan kostnað af uppbyggingu.

Franska stjórnin hefur boðist til þess að halda ráðstefnu þeirra sem reiðubúnir eru að taka þátt í að styðja fjárhagslega við bakið á þeirri enduruppbyngu sem nauðsynleg er í þeim þremur ríkjum á Balkanskaga sem urðu fyrir skakkaföllum í flóðunum í maí, Bosníu-Hersegóvínu, Króatíu og Serbíu.

Í þessum þremur ríkjum létust samtals 50 manns og 70 þúsund urðu að flýja að heiman. Að sögn Rauða krossinn urður 22% íbúa Serbíu fyrir barðinu á flóðunum og kostnaður vegna þeirra gæti numið 1.2 milljarði Bandaríkjadala.

Í skýrslu sérfræðinga UNDAC við hættu af völdum vatnsins sem safnast hefur fyrir og stíflaðra klóakröra.

”Þetta er vandamál sem mun því miður ekki leysast fyrr en vatnsyfirborðið í Sava-ánni hefur gengið niður  að fullu,” segir Michael Elmquist, oddviti UNDAC teymisins. ”Grunnvatnsstaðan hefur hækkað af völdum flóðanna og það tekur tíma fyrir hana að lækka. Á meðan svo er, er erfitt og seinlegt að losna við vatnið.”

Sérfræðingarnir hafa áhyggjur af úrgangi sem blandast hefur vatninu og getur mengað vatnsbrunna. Í skýrslunni er varað við hugsanlegri umhverfisvá og tilgreindir eru staðir þar sem hætta er á leka efnaúrgangs sem þarfnast frekari rannsókna og eftirlits.

Landbúnaður hefur orðið fyrir miklum skakkaföllum og smábændur þurfa aðstoð við að útvega útsæði, áburð og framleiðslutæki fyrir næsta ár.

Hætta er á enn frekari aurskriðum sem þegar hafa valdið usla. Þeir sem orðið hafa fyrir barðinu á náttúruhamförunum eiga um sárt að binda og búa við illan kost í bráðabirgðaskýlum.

Vinnustaðir hafa orðið að loka vegna flóðanna og af þeim sökum hafa tugir þúsunda misst vinnuna, að minnsta kosti tímabundið.

”Serbía stendur frammi fyrir mikljum áskorunum”, segir Michael Elmquist, hjá UNDAC. ”Mannvirki og innviðir hafa stórkskemmst og það eitt að laga vegi og samgöngumannvirki mun verða landinu mjög kostnaðarsamt. Að auki er svo fjöldi fólks sem hefur orðið persónulega illa úti; fólk sem misst hefur húsnæði sitt í floðum og skriðum og bændur sem hafa tapað allri uppskeru ársins.”