Umsókn Palestínu vísað til nefndar

0
435
Palestina

PalestinaForseti Öryggisráðsins hefur vísað umsókn Palestínu um aðild að Sameinuðu þjóðanna til hlutaðeigandi nefndar ráðsins. Öryggisráðið tók ákvörðun um að visa málinu til umsóknanefndarinnar viku eftir að Mahmoud Abbas, forseti heimastjórnar Palestínu afhent Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri samtakanna umsókninni sem bar hann fram við Öryggisráðið. Umsóknanefndin tekur umsókn Palestínu fyrir næstkomandi föstudag. Nefndin ákveður síðan hvort hún leggur til við Allsherjarþingið að Palestína fái aðild að Sameinuðu þjóðunum.

Nawaf Salam, fastafulltrúi Líbanons hjá Sameinuðu þjóðunum og forseti Öryggisráðsins í september ræðir við Riyad H. Mansour, áheyrnarfulltrúa Palestínu.