Undirskriftir til stuðnings Malala

0
505

malala10

15. október 2012. Sérstakur erindreki Sameinuðu þjóðanna um menntun í heiminum hefur hafið söfnun undirskrifta til “stuðnings Malala og öllum stúlkum sem neitað er um menntun” á vefsíðu erindrekans (http://educationenvoy.org/.)

Malala Yousafzai, er fjórtán ára gamla pakistanska stúlkan sem Talibanar skutu og særðu fyrir að krefjast réttar síns og annara stúlkna til að ganga í skóla. Hún hefur orðið að gangast undir skurðaðgerðir í Pakistan vegna skotsára og verður flutt til Bretlands til frekari aðhlynningar. 

Malala sætti skotárásinni fyrir að gefa allt sitt fyrir að stúlkur gætu gengið í skóla og hefur “réttilega orðið tákn fyrir þær 32 milljónir stúlkna í heiminum öllum sem ekki njóta grunnskólamenntunar,” skrifar Gordon Brown sem er fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands. “Og jafnframt baráttunnar fyrir því að tryggt verði fyrir 2015 að réttur allra stúlkna til menntunar verði viðurkenndur.”

BrownAð sögn sérstaka erindrekans þarf að “stugga við Pakistan til að grípa til aðgerða…og þvinga til að viðurkenna grundvallarfrelsi hverrar stúlku.”
www.educationenvoy.org

Efri mynd Malala Yousafzai UN Radio.

Neðri mynd Gordon Brown var nýlega skipaður sérstakur erindreki um menntun í heiminum af Ban Ki-moon, framkvæmdastjóra Sameinuöu þjóðanna. SÞ/Berkowitz