UNEP fær “ stöðuhækkun”

0
558

UNEP
 

7. janúar 2013. Öll aðildarríki Sameinuðu þjóðanna verða aðilar að UNEP eftir „stöðuhækkun“ Umhverfisáætlunarinnar um áramótin.

Þá tók gildi samþykkt Allsherjarþingsins um að öll aðildarríki samtakanna verði meðlimir í áætluninni. Jafnframt verður starfsemi UNEP nú fjármögnuð innan almennra fjárlaga Sameinuðu þjóðanna sem eyðir rekstraróvissu. Allsherjarþingið hvatti einnig aðildarríki til að auka frjáls framlög til UNEP.
Samþykkt Allsherjarþingsins er eitt fyrsta skrefið í að hrinda í framkvæmd samþykktum Rio+20 ráðstefnunnar um Sjálfbæra þróun í Rio de Janeiro í Brasilíu síðastliðið sumar en þar var ákveðið að styrkja starfsemi UNEP.
„Ályktun Allsherjarþingsins um stöðuhækkun UNEP markar tímamót,” segir Achim Steiner, forstjóri UNEP.
Fjörutíu ár eru liðin frá því ákveðið var að setja Umhverfisáætlunina á stofn í kjölfar fyrstu alheimsráðstefnuna um umhverfismál í Stokkhólmi árið 1972.

 

Mynd: Á meðal þeirra fjölmörgu sem hafa lagt UNEP lið í áranna rás er fyrirsætan Gisele Bündchen, góðgerðasendiherra Umhverfisáætlunarinnar. UNEP.