Árásin í París er árás á tjáningarfrelsið

0
476

Charlie

7.janúar 2015. Stofnanir Sameinuðu þjóðanna hafa fordæmt árásina á franska skopblaðið Charlie Hebdo í París í dag sem kostaði 12 lífið, en 7 eru særðir.  

IrinaBokova„Ég er harmi slegin yfir þessari hræðilegu árás,“ segir Irina Bokova, forstjóri UNESCO.  „Ég votta fjölskyldum hinna látnu og hinum særðu samúð mína. Þetta er ekki aðeins persónulegur harmleikur. Þetta er árás á fjölmiðla og tjáningarfrelsi. Alþjóðasamfélagið getur ekki leyft öfgamönnum að stöðva frjáls skoðanaskipti og tjáningu hugmynda. Við verðum að vinna saman að því að ódæðismennirnir náist og standa sameiginlega vörð um frjálsa og óháða fjölmiðla.“ UNESCO, er Mennta-,  vísinda-, og menningarstofnun Sameinuðu þjóðanna og fjallar meðal ananrs um málefni fjömiðla.

Zeid Ra´ad Al Hussein, Mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna fordæmdi árásina. „Tjáningar- og skoðanafrelsi eru hornsteinn lýðræðissamfélagsins. Þeim, sem reyna að sundra samfélögum á 

hc Al Hussein smllgrundvelli trúar, uppruna eða af öðrum ástæðum, má ekki takast ætlunarverk sitt.“

„Öfgamenn hafa það að skýru markmiði að sundra trúarbrögðum og samfélögum. Ef þessi árás verður vatn á myllu mismununar og fordóma, þá hafa þeir náð tilætluðum árangri. Ég hef þungar áhyggjur af því að alls kyns öfgamenn muni færa sér þetta hræðilega, kaldrifjaða verk í nyt.“