UNESCO hafnar aðild Kosovo

JN

JN

9.nóvember 2015. Allherjarþing UNESCO hefur hafnað aðild Kosovo.

92 ríki samþykktu aðild Kosovo í atkvæðagreiðslu 50 sögðu nei og 29 sátu hjá. Þetta var ekki nóg því tvo þriðju hluta atkvæða þarf til að hleypa nýju ríki inn í UNESCO, Mennta,- menningar,- og vísindastofnun Sameinuðu þjóðanna. Aðeins munaði því tveimur atkvæðum.

111 ríki, þar á meðal Ísland, hafa viðurkennt sjálfstæði Kosovo frá því það lýsti yfir sjálfstæði frá Serbíu 2008. Rússar hafa beitt neitunarvaldi til að hindra aðild Kosovo að Sameinuðu þjóðunum, en hins vegar hefur aðild þess að Alþjóðabankanum og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum verið samþykkt.