Unga fólkið fær orðið

0
481

 Ban

3. júní 2014. Þátttakendur frá meir en eitt þúsund samtökum ungs fólks komu saman í gær í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York til að ræða ný markmiðu í þróunarmálum.

Þau eiga að taka við af Þúsaldarmarkmiðunum um þróun en þeim á að hafa verið náð í árslok 2015. “Þetta snýst um framtíðina og þess vegna þurfið þið að koma að málinu,” sagði Ban Ki-moon í ræðu á ungmennaþingi ECOSOC (Efanhags og félagsmálaráðs SÞ). 

1.8 milljarðar ungmenna eru í heiminum í dag og glíma daglega við áskoranir á mörgum vígstöðvum á borð við menntun, heilsugæslu og síversnandi atvinnumöguleika. “Þarna úti er bæði vandamál og tækifæri,” sagði Ban Ki-moon. “Ég hvet ykkur öll til að taka forystuna sem heimsborgarar.”

Tímasetning ungmennaþingsins var ekki valin af handahófi. Sameinuðu þjóðirnar og aðildarríki þessa vinna nú hörðum höndum að því að semja þróunardagskrá sem taka á við 2015.

Helmingur jarðarbua er 25 ára og yngri og unga kynslóðin í dag er sú fjölmennasta í sögunni.