Ungt farandverkafólk: Jákvætt framlag

0
407

Youthday

12.ágúst 2013. Alþjóðadagur æskunnar er haldinn í dag 12.ágúst. Ungt fólk er verulegur hluti íbúa heimsins og á því brennur heitast sá vandi sem heimsbyggðin glímir við. Það á við um þema dagsins: “Ungt fólk á faraldsfæti, stuðlað að þróun”.

Árið 20120 höfðu tuttugu og sjö milljónir ungmenna í heiminum lagt land undir fót og sótt út fyrir landsteinana. Brottflutningur úr landi getur þegar best lætur verið lóð á vogarskálar þroúnar einstakra samfélaga og þjóðfélagsins í heild. Á hinn bóginn er slíkt ekki hættulaust og viðkomandi geta átt á hættu mismunun og misnotkun.
Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir á Alþjóðadegi æskunnar að dagurinn sé haldinn til stuðnings ungum farandverkamönnum í hvaða starfstétt sem er og framlagi þeirra til þjóðfélaga og þróunar.
“Það er mikilvægt að beina kastljósinu að jákvæðu framlagi ungs farandverkafólks til heimkynna sinna og áfangastaðar þeirra, hvort heldur sem er efnahagslega, menningarlega eða félagslega. Flestir leggja hart að sér til þess að framfleyta sér og bæta aðstæður sínar.”

Sameinuðu þjóðirnar hafa í fyrsta skipti nýlega skipað sérstakan Sendiboða æskunnar til þess að tala máli ungs folks á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Sendiboðinn Ahmad Alhendawi er í viðtali í vefríti sem starfsnemar UNRIC, Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna í Brussel hafa unnið. Sjá nánar hér.

Mynd: Ahmad Alhendawi, fyrsti sendiboði æskunnar heilsar upp á Ban Ki-moon. SÞ-mynd. /JC McIlwaine