Ungverji vinnur ungmennaverðlaun

0
435

Save earthling

25. apríl 2012: Eszter Szigethy frá Ungverjalandi vann Ungmennaverðlaunin í Drop by Drop, auglýsingakeppni Sameinuðu þjóðanna í Evrópu um bestu auglýsinguna í vitundarvakningu um vatn. Auglýsing hennar heitir Save the Earthling en ungmennaverðlaunin eru veitt fyrir bestu auglýsingu þátttakanda 25 ára og yngri.

Fabrica, rannsóknastöð Benetton tískuhússins í samskiptatækni valdi verðlaunahafann og veitir verðlaunin sem eru tveggja vikna námskeið og hugsanlega eins árs ókeypis starfsnám við rannsóknastöðina.

Alls bárust 3,500 auglýsingar í Drop by Drop samkeppnina frá 45 Evrópulöndum. Aðalsigurvegari keppninnar verður krýndur í Kaupmannahöfn 5. júní en þá afhendir Krónprins Dana fyrstu verðlaunin, verðlaun Norrænu ráðherranefndarinnar.

Keppnin er hluti af herferð Sameinuðu þjóðanna, Framtíðin sem við viljum (the Future We Want) í aðdraganda ráðstefnu Samtakanna um sjálfbæra þróun, Rio + 20, í Rio de Janeiro í Brasilíu í júní í sumar.