UNICEF gagnrýnir Ísland fyrir að valda umhverfisspjöllum á heimsvísu

0
518
(ewaste) Creative Commons Attribution-Share Alike 2.0 Generic (planet) NASA/Unsplash (pollution) Jimmy Nuetron Creative Commons Attribution-Share Alike 4.0 Mynd: Robert Collins / Unsplash

Ísland, Finnland, Noregur og Holland eru gagnrýnd fyrir að stuðla hlutfallslega mikið að eyðingu umhverfisins á heimsvísu á sama tíma og þau hlúi vel að umhverfinu sem börn alast upp við innan landamæra ríkjanna. Þetta er ein helsta niðurstaða nýrrar úttektar Innocenti rannsóknarstofu UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna.

UNICEF
Mynd: Chris Hardy / Unsplash

Ísland, Finnland og Noregur eru í efsta þriðungi á lista yfir hve heilbrigt umhverfi aðildarlönd OECD skapa börnum. Hins vegar eru þau í neðsta þriðjungnum þegar litið er til þess hve miklum skaða ríkin valda þegar losun gróðurhúsalofttegunda, ofneysla og raftækjasóun er annars vegar.

 

Börn á Íslandi búa við raka og myglu

Þá vekur athygli í skýrslu UNICEF að eitt af hverjum fimm börnum á Íslandi, Bretlandi, Lettlandi og Portúgal býr við raka og myglusveppi á heimilum sínum.

UNICEF
Mynd: Creative Commons Attribution-Share Alike 2.0 Generic

Í skýrslu UNICEF (Innocenti Report Card 17: Places and Spaces) er borið saman hve vel eða illa þrjátiu og níu ríki innan Efnahgs- og framfarastofnunar Evrópu (OECD) og Evrópusambandsins búa börnum heilbrigt umhverfi. Vísitölurnar sem bornar eru saman eru til dæmis mengað andrúmsloft, skordýraeitur, raki og blýmengun. Þá kannar UNICEF aðgang að birtu, grænum svæði og öruggri umferð. Þá eru framlög ríkjanna til baráttunnar gegn loftslagsvánni, nýting auðlinda og förgun raftækja tekin með í reikninginn.

Þarf 3.3 jarðir fyrir neysluna

Í skýrslunni er komist að þeirra niðurstöðu að ef neysla í heiminum væri í takt við OECD og ESB ríkin þyrfti 3.3 jarðir til þess að halda í við neyslustig ríkjanna. Að minnsta kosti fimm jarðir þyrfti til að standa undir neyslu Bandaríkjanna, Kanada og Lúxemborgar.

Jörðin utan úr geimnum.
Jörðin utan úr geimnum. Mynd: NASA

„Meirihluta auðgra ríkja hefur ekki aðeins mistekist að búa börnum heilbrigt umhverfi innan landamæra sinna, heldur valda þau eyðileggingu á því umhverfi sem börn annars staðar alast upp við,“ segir Gunilla Olsson forstjóri rannsóknarstofu UNICEF – Innocenti.

„Í sumum tilfellum  skapa ríkin börnum heimafyrir tiltölulega heilbrigt umhverfi, en eru síðan á meðal mestu mengunarvalda og skaða umhverfi barna erlendis.“

UNICEF hvetur til aðgerða

UNICEF hvetur til ákveðinna aðgerða til að bæta umhverfi barna. Þar vegur þungt að draga úr sóun, loft- og vatnsmengun og tryggja gott húsnæði og sómasamleg íbúðahverfi.

Bæta þarf umhverfi þeirra barna sem höllustum standa fæti. Börn fátækra fjölskylda eru oftar útsett fyrir umhverfisskaða en börn ríkra fjölskyldna.

UNICEF
Mynd: Jimmy Nuetron/Creative Commons Attribution-Share Alike 4.0

bera að umhverfisstefna sé barnvæn. Taka ber tillit til barna og leyfa röddum þeirra að heyrast í ákvarðanatöku og stefnumótun.

Þá ber ríkisstjórnum að standa við fyrirheit um að draga úr losun gróðurhúsalofftegunda fyrir 2050.

„Við skuldum sjálfum okkur og komandi kynslóðum að skapa betri staði og rými svo að börn þrífist,“ segir Olsson. „Aukning rusls, skaðleg mengun og eyðing náttúruauðlinda grafa undan líkamlegri og andlegri heilsu barnanna og ógna sjálfbærni plánetunnar. Okkur ber í orði og í verki að fylgja stefnu sem verndar hið náttúrulega umhverfi sem börn og ungt fólk þrífast best í.“