UNICEF safnar fyrir Mjanmar

0
435

Landsnefnd UNICEF á Íslandi hefur hafið söfnun vegna hjálparstarfs UNICEF í Mjanmar. Fólk getur lagt söfnuninni lið í gegnum heimasíðu okkar á www.unicef.is/mjanmar

 

Auk þess er hægt að hringja í söfnunarnúmer. Hægt er að velja um að láta gjaldfæra þrjár upphæðir á símreikninginn sinn; 1000 krónur, með því að hringja í síma               904-1000       ; 3.000 krónur, með því að hringja í               904-3000       ; og 5.000 krónur, með því að hringja í               904-5000       .

Börn eru afar berskjölduð fyrir öllum þeim hættum sem fylgja í kjölfar náttúruhamfara. Það er UNICEF því mikið metnaðarmál að bregðast hratt og örugglega við neyðinni sem nú ríkir í Mjanmar.