Uppræting malaríu innan seilingar

0
421
title

titleGóðarvonir eru um að dauðsföll af völdum malaríu heyri sögunni til árið 2015 eins og stefnt er að í Þúsaldarmarkmiðunum um þróun. Ein milljón manna deyr af völdum malaríu á hverju ári í heiminum í dag. Þrátt fyrir hallæri í efnahagsmálum heimsins hafa nokkur ríki aukið umtalsvert fjárframlög í baráttunni gegn malaríu.

 

Bob Orr.

“Skuldbindingar á borð við þessar gera okkur kleyft að vona að markinu verði náð 2015. Að útrýma malaríu gætu orðið ein stærstu tíðindi upphafs 21. aldarinnar,” sagði Bob Orr, aðstoðarframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna á blaðamannafundi þar sem reifaður var árangur leiðtogafundar SÞ um Þúsaldarmarkmiðin og umræðurnar á Allsherjarþinginu.

Orr nefndi sérstaklega umtalsverða aukningu framlaga Breta, Frakka, Kanadamanna, Norðmanna og Japana til Alheimssjóðsins til að berjast gegn HIV/Alnæmi, berklum og malaríu sem Sameinuðu þjóðirnar standa að baki. Bretar ætla að þrefalda framlag sitt þannig að það nemi 500 milljónum punda árið 2014.

Ráðstefna um endurfjármögnun sjóðsins hefst í New York í næstu viku undir forystu Ban Ki-mooon, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna.