Úr háloftunum til liðs við „kóróna-express” 

0
704
Flugliðar gegn Covid 19
Komin úr flugfreyju-búningunum og í hjúkrunargallann. Mynd: Malin Öhman

Farþegaflug hefur orðið hart úti í COVID-19 faraldrinum og starfsfólk í flugi hefur ýmist misst vinnuna eða mátt sæta skertu starfshlutfalli. En á meðan farþegaþoturnar hvíla sig á flugvöllum, hefur sænsku starfsfólki skandinavíska flugfélagsins SAS boðist þjálfun til að ganga í bakvarðasveitir í baráttunni gegn kórónaveirunni. Áhuginn hefur verið ótrúlega mikill.

10 þúsund sagt upp

„Það er góð tilfinning að geta látið gott af sér leiða, „ segir Malin Öhman í samtali við vefsíðu UNRIC, en hún er ein starfsmanna SAS sem leggur nú sitt af mörkum til heilbrigðisþjónustunnar.

COVID 19 SAS
Öryggið ofar öllu. Mynd: Malin Öhmann.

SAS hefur orðið að segja 10 þúsund manns upp störfum.

Malin Öhman hafði unnið fyrir SAS í meir en þrjú ár þegar faraldurinn kippti fótunum undan farþegaflugi. En um sama leyti og henni bárust þær fréttir fékk hún annan og jákvæðari tölvupóst þar sem henni var boðið að létta undir með heilbrigðiskerfinu.

„Tölvupósturinn frá SAS var sendur til allra starfsmanna í Stokkhólmi, spuring eftir flugi hafði algjörlega hrunið,“ sergir Malin.

Bakverðir

Þökk sé Novare, ráðningaþjónstunnar, Wallenberg-sjóðnum og Sophiahemmet-háskóla í Stokkhólmi bauðst starfsfólki SAS sem misst hafði vinnuna þjálfun í grundvallaratriðum heilsugæslu, svo sem sótthreinuns efna, umbúnað rúma og þess háttar.

Malin segir að ótrúlega margir hafi skráð sig í þjálfun. Þegar var komin á skrá gerðust hlutirnir hratt. Hluti nokkurra daga þjálfunarinnar var fjarnám, en hluti verklegur.

„Okkur var skipt upp í smærri hópa og þess gætt að hafa hæfilegt bil á milli nemenda til að forðast smit.

Malin vinnur nú við flutning sjúklinga sem smitaðir eru af COVID-19.

„Þetta er í tengslum við sjúkrabílaþjónustuna í Stokkhólmi. Við erum að létta undir og taka af þeim byrðar. Við köllum okkar “kóróna-experess,”” segir Malin og hlær.

Flugfreyjureynslan góð

Reynsla hennar af flugfreyjustarfinu kemur sér vel, því hún er vön að sjá um sjúklinga.

COVID 19
Umskiptin hafa verið einstaklega snögg. Mynd: Malin Öhman

„Flestir þeirra sem hafa unnið í flugi, hafa lent í veikindum um borð, og þá kemur til kasta okkar. Það kemur í hlut flugliða að meta hvað þurfi að gera og það er reynsla sem nýtist mér núna í samskiptum við sjúklinga.“

„Það er merkileg reynsla að vinna með kollegum mínum frá SAS en í algjörlega nýju umhverfi. Við erum vön að sjá hvort annað í flugbúningum, en nú er allt annað uppi á teningnum.“

Malin segir að umskiptin hafi orðið eldsnögg; frá því að missa vinnuna í fluginu og vera komin í hringiðu veirunnar.

„Stundum spyrjum við okkur, gömlu kollegarnir: „Hvernig enduðum við eiginlega hér?“  Þetta er mjög sérstök tilfinning. En á sama tíma er þetta frábært.“

Eins og I mörgum öðrum löndum er skortur á starfsfólki í heilbrigðisgeiranum í Svíþjóð og í COVID-19 faraldrinum hefur fyrst kastað tólfunum. En á sama tíma er fólk víða annars staðar að missa vinnuna.

„Manni líður vel við að láta gott af sér leiða og við fáum góð viðbrögð og þakkir. Manni finnst að maður sé að leggja eitthvað af mörkum sem skiptir máli. Þetta er líka mjög áþreifanlegt og maður sér auðveldlega afrakstur erfiðis síns,“ segir Malin.