Vantar: 2 milljónir kennara,16 milljarða dollara

0
444

secondaryschool

27. september 2012. Sameinuðu þjóðirnar hafa hleypt af stokkunum átakinu: “Menntun í fyrirrúmi” með það að markmiði meðal annars að tryggja almenna grunnskólamenntun allra barna í heiminum en það er eitt Þúsaldarmarkmiðanna um þróun sem á að ná fyrir 2015.

Framkvæmdastjóri samtakanna, Ban Ki-moon, skýrði frá því að einn og hálfur milljarður Bandaríkjadala hefði fengist til verksins í nýrri fjármögnun.

61 milljón barna á skólaskyldualdri nýtur ekki grunnmenntunar af ólíkum ástæðum. Hvorki meira né minna en 250 milljón börn kunna hvorki að lesa né skrifa. Samt sem áður rennur aðeins 2 pósent mannúðaraðsoðar til menntunar.

Á meðal þess sem við er að glíma er eftirfarandi: 

•    Tvær milljónir kennara vantar í heiminum.
•    Byggja þarf fjórar milljónir nýrra kennslustofa í fátækustu ríkjum heims til að hýsa þá sem ekki ganga nú í skóla.
•    16 milljarða dollara vantar í fyrstu og síðan 8 milljarða til viðbótar til að tryggja fyrsta hluta almennrar framhaldsmenntunar. 

“Við getum ekki látið staðar numið fyrr en hvert barn, ungmenni og fullorðnir eiga þess  kost að ganga í skóla, til að læra og leggja sitt af mörkum til samfélagsins, “ sagði Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna þegar átakinu var ýtt úr vör í tengslum við Allsherjarþingið, 26. september.

“Þetta er það sem okkur hefur verið sett fyrir ; þetta er heimalærdómur okkar. Við skulum ná prófinu í þágu barna heimsins. Setjum Menntun í fyrirrúm.”

Ban kynnti til sögunnar hóp “SÞ meistara” en þeir hafa tekist á hendur að fylkja liði til stuðnings við verkefnið á meðal ríkisstjórna og alþjóðasamtaka. Í hópi meistaranna eru   Jacob Zuma, forseti Suður-Afríku, forsætisráðherrar Danmerkur, Ástralíu og Króatíu og yfirmenn Alþjóðabankans, UNICEF og UNESCO.
education firstÁstralía, Bangladesh, Suður-Afríka, Timor-Leste og Danmörk eru á meðal þeirra ríkja  sem hafa heitið því að efla stuðning þeirra við þennan nýja alheimsfélagsskap. Að auki hafa tugir alþjóðlegra stórfyrirtækja og sjóða einkaaðila látið fé af hendi rakna og hefur nú hálfur annar milljarður Bandaríkjadala safnast í nýju fé til að tryggja að öll börn og ungt fólk njóti góðrar og viðeigandi menntunar. Gordon Brown, fyrrverandi forsætisráðherra Breta er sérstakur erindreki framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna í tengslum við þetta málefni

Mynd: Til hliðar má sjá Aung San Suu Kyi, Friðarverðlaunahafa Nóbels frá Myanmar en hún tók þátt í pallborðsumræðum um átakið í gær. Við hlið hennar er Sarah Brown, eiginkona sérstaka erindrekans Gordons Brown. Yst til vinstri er Yoo Soon-taek, eiginkona Ban Ki-moon.