Vantar nýjan mælikvarða á hagsæld

0
431

 ban-rio

5. júní 2012. Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna skorar á þjóðir heims að koma sér saman um nýjan mælikvarða til að meta hagvöxt og auð. Í ávarpi á Alþjóða umhverfisdaginn 5. Júní segir Ban að kveða verði í kútinn þá bábilju að hagvöxtur og umhverfisvernd séu andstæðir pólar. Hann hvetur rík heims til að taka djarfar ákvarðanir á Ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um Sjálfbæra þróun, hinum svokallaða Rio + 20 leiðtogafundi síðar í þessum mánuði.

“Í Rio ætti samkomulag að takast um það að núverandi mælikvarðar yfir þjóðarframleiðslu (GDP) eru ófullnægjandi einir sér til að meta vöxt og hagsæld. Við ættum að komast að samkomulagi um nokkra staðla til að meta sjálfbær þróunarmarkmið á grunni Þúsaldarmarkmiðanna um þróun.