Vatn: þungamiðja alþjóðlegrar samvinnu

0
476

cleanwater

12. febrúar 2013. Háttsettur embættismaður Sameinuðu þjóðanna lýsti því yfir að vatn væri orðið mikilvægasta einstaka atriði alþjóðlegrar samvinnu þegar Alþjóða ári samvinnu um notkun vatns var formlega ýtt úr vör við athöfn í höfuðstöðvum UNESCO í París í gær.
“Vatn er ekki aðeins eitt margra viðfangsefna, heldur þungamiðjan í alþjóðlegri samvinnu,” sagði Irina Bokova, forstjóri UNESC, Mennta-, menningar og vísindastofnunar Sameinuðu þjóðanna.
Þátttakendur í athöfninni voru meðal annars háttsettir embættismenn Sameinuðu þjóðanna og ráðherrar auk þess sem leikin voru ávörp framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna og forseta Kenía og Mongólíu.
Frummælendur lögðu áherslu á miðlægt hlutverki vatns í  að tryggja sjálfbæra þróun, heilsugæslu, draga úr fátækt og vinna bug á skaðlegum áhrifum loftslagsbreytinga.
“Meir en 780 milljónir manna hafa enn ekki aðgang að fullnægjandi neysluvatni og tveir og hálfur milljarður manna hefur ekki fullnægjandi heinlætisaðstöðu, “sagði Michel Jarraud, oddviti UN Water sem hvatti til aukinnar samvinnu á þessu sviði. Hann benti á að 40% náttúruhamfara tengdust vatni, hvort heldur sem er þurrkar eða flóð. Hann lýsti stuðningi við viðleitni UNESCO “sem miðar að því að nota diplómatískar aðferðir til að koma á samskiptum og samvinnu í þágu friðsamari heims.”
Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti árið 2010 að það væru mannréttindi að hafa aðgang að vatni og samþykkt var að árið 2013 væri alþjóðlegt ár samvinnu um nýtingu vatns. Tajikistan átti frumkvæði að samþykktinni en UNESCO var falin forysta í málinu.

Mynd: Millennium Promise Images