Veraldarleiðtogar sýna vilja sinn til að taka “tímamótaákvarðanir” í loftslagsmálum

0
436

24. september 2007. Leiðtogar ríkja heims hafa sýnt nauðsynlegan pólitískan vilja sinn til að taka tímamótaákvarðanir til að sporna gegn loftslagsbreytingum, sagði Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna er hann tók saman umræður á fjölsóttasta leiðtogafundi um loftslagsmál til þessa

“Þetta er sögulegur viðburður sem markar tímamót,” sagði hann í samtölum við fréttamenn að loknum eins dags leiðtogafundinum um loftslagsmál í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York.   
Ban boðaði til fundarins til að reyna að fylkja liði og flýta ákvörðunum um aðgerðir gegn loftslagsbreytingum fyrir fund umhverfisráðherra á Bali í Indónesíu í desember.  
Fyrir þeim fundi liggur að ákveða aðgerðir til að milda afleiðingar loftslagsbreytinga, aðlagast þeim, marka stefnu fyrir alþjóðlegan koltvíseyringsmarkað og fjárhagsleg viðbrögð þegar Kyoto bókunin rennur út 2012.  
“Á fundinum í dag heyrði ég skýrar yfirlýsingar leiðtoga ríkja heims um að tímamótaákvarðanir verði teknar á Bali,” sagði Ban í lokaræðu sinnni til eins dags fundarins í New York sem var sóttur af hátt settum leiðtogum frá 150 löndum, þar á meðal 80 leiðtogum ríkja og ríkisstjórna. “Ég tel að nú liggi fyrir mikilvægar pólitískar skuldbindingar til að ná þeim árangri.”   
Ban sagði þegar hann tók saman umræðurnar um aðlögun að þátttakendur hefðu lýst yfir samstöðu með þeim ríkjum sem eru berskjölduðust fyrir afleiðingum loftslagsbreytinga en það eru lítil þróunareyríki og minnst þróuðu ríkin. Þessi ríki bera minnsta ábyrgð á loftslagsbreytingum en súpa nú seyðið af þeim í ríkari mæli en önnur ríki.

Sjá nánar:   http://www.un.org/apps/news/story.asp?NewsID=23944&Cr=climate&Cr1=change