Vertu með í að skapa tjáknið

0
654
Alþjóðlegur dagur ungs fólks
Alþjóðlegur dagur ungs fólks

 Alþjóðlegur dagur ungs fólks er 12.ágúst en til að leggja áherslu á mikilvægi ungmenna í heiminum í dag hafa Sameinuðu þjóðirnar helgað þeim allan ágústmánuð.

Til þess að fylkja liði hefur ungt fólk verið beðið um tillögur að tjákni (emoj) til að fylgja mylluymerkinu #YouthLead.

Alþjóðlegur dagur ungs fólks Virkni ungs fólks

Þema dagsins í ár 2020 er virkni ungs fólks í þágu hnattrænna aðgerða. Þetta þema er sérstaklega mikilvægt í ljósi þess að aðeins tíu ár eru til stefnu til að hrinda í framkvæmd Heimsmarkmiðunum um sjálfbæra þróun. Á máli stjórnarerindreka heita þau Áætlun 2030 (Agenda 2030).

Sameinuðu þjóðirnar minnast þess nú að 75 ár eru liðin frá stofnun þeirra í lok síðari heimsstyrjaldarinnar. Fæstum leynist að traust fólks á opinberum stofnunum fer dvínandi. Á alþjóðavettvangi hafa flokkadrættir aukist og alþjóða-stjórnkerfið er í kreppi og berst fyrir lögmæti og hlutverki.

Alþjóðlegur dagur ungs fólks
Alþjóðlegur dagur ungs fólks

Alþjóðlegur dagur ungmenna

Átakinu #31DaysOfYOUth á samfélagsmiðlum er ætlað að beina kastljósinu að ungu fólki allan ágústmánuð með áherslu á alþjóðlegum degi ungmenna 12.ágúst. Vonast er til að ungt fólk taki þátt í samræðu um ungt fólk og hnattrænar aðgerðir. Víst er að af nógu er að taka. Frá kjarnorkuvánni til loftslagsbreytinga til COVID-19 sem herjar á alla heimsbyggðina.

Enn eru ekki öll kurl komin til grafar með áhrif COVID-19 á ungmenni að ekki sé minnst á börn, en engum blöðum er um það að fletta að efnhagslega og félagslega eru áhrifin ekki síður alvarleg en á kynslóð foreldranna. En á sama tíma hefur ungt fólk um allan heim verið virkt í að finna lausnir á vandamálum samfara faraldrinum.

Alþjóðlegur dagur ungs fólks 12.ágús
Jayathma Wickramanayake sérstakur erindreki aðalframkvæmdastjóra SÞ um málefni ungs fólks.

Aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hefur á sínum snærum erindreka í málefnum ungs fólks. „Ungt fólk er fjölmennasti hópur net-notenda ?!” segir  erindrekinn Jayathma Wickramanayake frá Sri Lanka. „Í aðdraganda #YouthDay -ungmennadagsins – hvet ég ungt fólk til að fylla stafræna svæðið og skapa í sameiningu tjákn (emoj). Gangið til liðs við mig og hreyfinguna @TwitterForGood á meðan á þrjátíu og eins átakinu stendur – #31DaysOfYouth – í að hanna tjákn sem er eftir of fyrir unga fólkið!?“