Viðræður um framtíð Kosovo „byrja vel“, segir erindreki SÞ

0
556

21. febrúar 2007 – Viðræður um tillögur um framtíð Kosovo "hafa byrjað vel" að sögn Martti Ahtisaari, sérstaks erindreka framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna

Fulltrúar stjórnanna í Belgrad og Pristina taka þátt í viðræðunum í Vínarborg. “Við byrjuðum viðræðurnar með því að ræða um grundvallaratriði áætlunarinnar", sagði Ahtisaari.  Fyrr í þessum mánuði kynnti Ahtisaari bráðabirgðaáætlun sem færði héraðinu eigin stjórn og gera alþjóðlega samninga, þar á meðal um inngöngu í alþjóðastofnanir. Alþjóðalið yrði áfram í Kosovo í því skyni að hrinda áætlunninni í framkvæmd og tryggja öryggi og stöðugleika. “Það eru mjög mikilvæg atriði í þessari heildaráætlun sem miðar að því að skapa mun lífvænlegra samfélag í Kosovo en nú er og tryggja öllum betri framtíð ekki síst á sviði efnahagsmála," sagði Ahtisaari en atvinnuleysi er talið vera um 60%.

Eitt helsta þræueplið í viðræðunum er spurningin um hvort Kosovo skuli öðlast sjálfstæði. Því hafnar Serbía alfarið en stór hluti Albana í Kosovo er fylgjandi því. Albanar eru níu sinnum fleiri en Serbar í Kosovo.