A-Ö Efnisyfirlit

Viðskiptadeilur hamla hagvexti

Búist er við að hagvöxtur í Evrópu verði áfram hóflegur en ýmis hættumerki eru í efnahagsmálum í álfunni, að því er fram kemur í skýrslu Sameinuðu þjóðanna um ástand og horfur í efnahagsmálum í heiminum (WESP) árið 2020 sem gefin er út í dag.

Fram kemur í skýrslunni að hagvöxtur í heiminum hafi verið aðeins 2.3% árið 2019 sem er minnsti vöxtur í áratug. Efnahagur heimsins hefur liðið fyrir þrálátar deilur um alþjóðleg viðskipti. Ef vel tekst til að glíma við þær hættur sem blasa við, gæti hagvöxtur aukist nokkuð í heiminum 2020.

Gert er ráð fyrir 2.5% hagvexti en varað við skaðvænlegum afleiðingum spennu í alþjóðaviðskiptum, umróti í fjármálaheiminum og spennu í alþjóðastjórnmálum. Svartsýnisspá gerir ráð fyrir aðeins 1.8% hagvexti í heiminum. Búist er við að hagvöxtur í Evrópu verði 1.6% árið 2020 og 1.7% 2021.

Áframhaldandi þróttleysi í efnahagsmálum í heiminum gætu haft alvarlegar afleiðingiar fyrir sjálfbæra þróun, þar á meða heimsmarkmiðin og stefnumið um að uppræta fátækt og skapa sómasamleg ströf fyrir alla. Á sama tíma er ójöfnuður víðast hvar og loftslagsbreytingar olía á eld óóánægju í mörgum heimshlutum.

António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna varar við því að „þessar hættur gætu valdið alvarlegum og langvarandi skaða á þróunarhorfum. Þær gætu líka ýtt undir að ríki dragi sig inn í skel sína á sama tíma og alþjóðleg samvinna er mikilvægari en nokkru sinni.“

Fréttir

Þurfum meira á menntun að halda en nokkru sinni...

Skólar voru lokaðir í 160 ríkjum um miðjan síðasta mánuð og meir en 1 milljarður námsmanna naut ekki kennslu vegna COVID 19 faraldursins. „COVID-19 faraldurinn hefur haft í för með sér mestu truflun í sögu menntunar,” sagði António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna þegar hann fylgdi úr hlaði stefnumótunarskýrslu um stöðu  mennntunar á tímum faraldursins.

3 sprengjur fjarlægðar og hálf milljón fær hreint vatn

Svíinn Pehr Lodhammar  er hátt settur verkefnisstjóri hjá Jarðsprengjuhreinsunsarsveitum Sameinuðu þjóðanna (UNMAS) í Írak. Því er ekki að leyna að starfi hans fylgir töluverð áhætta og þrýstingur vegna þeirra vona sem heimamenn binda við árangur. Á hinn bóginn er afraksturinn ríkulegur því það gerir fólki kleift að snúa aftur til síns heima, þegar UNMAS tekst ætlunarverk sitt að hreinsa burt lífshættulegar jarðsprengjur.

Allsherjarþingið á netið

Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna fer í fyrsta skipti fram með myndbandstækni, þjoðarleiðtogar hittast ekki í New York.

Úr fangelsi í Sýrlandi til Hvíta hússins   

Omar Alshogre mátti þola þriggja ára barsmíðar, hungur og þorsta í fangelsi í Sýrlandi. Hann sætti pyntingum, bæði andlegum sem líkamlegum. Hann var á köflum sannfærður um að hann myndi ekki lifa fangavistina af, en það gerði hann engu að síður. Nú býr hann í Stokkhólmi og helgar líf sitt baráttu í þágu landa sinna sem enn eiga undir högg að sækja í heimalandinu.

Álit framkvæmdastjóra