A-Ö Efnisyfirlit

Viðskiptadeilur hamla hagvexti

Búist er við að hagvöxtur í Evrópu verði áfram hóflegur en ýmis hættumerki eru í efnahagsmálum í álfunni, að því er fram kemur í skýrslu Sameinuðu þjóðanna um ástand og horfur í efnahagsmálum í heiminum (WESP) árið 2020 sem gefin er út í dag.

Fram kemur í skýrslunni að hagvöxtur í heiminum hafi verið aðeins 2.3% árið 2019 sem er minnsti vöxtur í áratug. Efnahagur heimsins hefur liðið fyrir þrálátar deilur um alþjóðleg viðskipti. Ef vel tekst til að glíma við þær hættur sem blasa við, gæti hagvöxtur aukist nokkuð í heiminum 2020.

Gert er ráð fyrir 2.5% hagvexti en varað við skaðvænlegum afleiðingum spennu í alþjóðaviðskiptum, umróti í fjármálaheiminum og spennu í alþjóðastjórnmálum. Svartsýnisspá gerir ráð fyrir aðeins 1.8% hagvexti í heiminum. Búist er við að hagvöxtur í Evrópu verði 1.6% árið 2020 og 1.7% 2021.

Áframhaldandi þróttleysi í efnahagsmálum í heiminum gætu haft alvarlegar afleiðingiar fyrir sjálfbæra þróun, þar á meða heimsmarkmiðin og stefnumið um að uppræta fátækt og skapa sómasamleg ströf fyrir alla. Á sama tíma er ójöfnuður víðast hvar og loftslagsbreytingar olía á eld óóánægju í mörgum heimshlutum.

António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna varar við því að „þessar hættur gætu valdið alvarlegum og langvarandi skaða á þróunarhorfum. Þær gætu líka ýtt undir að ríki dragi sig inn í skel sína á sama tíma og alþjóðleg samvinna er mikilvægari en nokkru sinni.“

Fréttir

11 ríki hafa fallist á vopnhlé

António Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hvatti í dag „vopnaðar fylkingar” um allan heim að...

Úkraína : börnin á víglínunni

Öll heimsbyggðin upplifir mikið álag þessa dagana vegna COVID-19, en Úkraínubúar eru alvanir hamförum...

COVID-19: Hversu miklu máli skiptir að mæla hita?

Í sumum ríkjum mæla yfirvöld hitastig fólks með hitasjám eða hitaskönnum í viðleitni sinni...

Virka spritt- og klórúðar gegn kórónaveiru?

Spurt og svarað um kórónaveiruna: virka spritt- og klúrúðar gegn kórónaveirunnii? Sameinuðu þjóðirnar mæla með...

Alþjóðlegi kvennadagurinn 2020: við erum #JafnréttisKynslóðin