Við höfum brugðist þegar við segjum „Aldrei aftur“

0
400

EliassonUNRIC2

4.febrúar 2015. Jan Eliasson, vara-aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hvetur til þess að aukin áhersla verði lög á mannréttindi og réttarríki í starfi alheimssamtakanna.

 

Eliasson sem er staðgengill Ban Ki-moon, aðalframkvæmdastjóra lét þessi orð falla á blaðamannafundi hjá UNRIC í Brussel þar sem hann fór yfir helstu málefni sem brenna á samtökunum nú í byrjun árs. Sameinuðu þjóðirnar hafa hleypt af stokkunum áætlun sem heitir Human Rights Upfront, sem felur í sér að við reynum að efla mannréttindi og réttarríki í öllu okkar starfi. Við lítum líka á mannréttindabrot sem fyrstu vísbendingar um komandi átök,” segir Eliasson.

Við ættum að bregðast við þegar við finnum jörðina titra og grípa inn þegar mannréttindabrotin eru framin, frekar en að bíða eftir að fjöldamorð séu framin. Við sáum teikn á lofti á síðasta ári í Mið-Afríkulýðveldinu og Suður-Súdan og ég held að við ættum að læra af því. Við ættum ekki að venjast því að segja “Aldrei aftur”. Í hvert skipti sem við segjum “Aldrei aftur”, hefur okkur mistekist og því verðum við að grípa til fornvarna.”

 

Eliasson var spurður á blaðamannafundi hjá UNRIC í Brussel hvað í starfi hans héldi fyrir honum vöku á nóttunni. Hann sagði að hann svæfi vel á næturna, sem væri eins gott í hans starfi, en ástæða væri til að nefna ástandið í Sýrlandi.

Átökin í Sýrlandi eru eins og opið sár og ég eins og fjölmargir aðrir hef þungar áhyggjur. Ég harma að Öryggisráðið hefur ekki veitt samningamönnum okkar Staffan de Mistura, og á undan honum Lakhdar Brahimi og Kofi Annan, nauðsynlegt fulltingi.”

Okkur ber að hafa hugfast,” segir vara-aðalframkvæmdastjórinn, “og sérstaklega nú þegar umræður eru í Evrópu um flóttamenn, að ríki á borð við Líbanon með 4.5 milljón íbúa, hýsir 1.5 milljón sýrlenskra flóttamanna. Ég heimsótti Líbnanon nýlega og vil lýsa aðdáun minni á líbönsku þjóðinni og stjórnvöldum.”

„Þá get ég heldur ekki hætt að hafa áhyggjur af vaxandi ójöfnuði í heiminum, farsóttum og fátækt sem við glímum við. Þetta ár er sérstaklega mikilvægt vegna þess að nú stendur fyrir dyrum að samþykkja þróunaráætlanir sem gilda eiga eftir 2015, ákvarða fjármögnun þróunar sem er mjög mikilvægt og loks í loka ársins að ganga frá Loftslagssáttmála. Ég held að árið 2015 sem byrjað hefur með átökum og óleystum vandamálum geti orðið gott ár þegar upp er staðið, sögulegt ár.”

Mynd: Afsané Bassir-Pour, forstjóri UNRIC og Jan Eliasson. UNRIC/Philippe Chabot.