Við þurfum 3 plánetur, höfum aðeins eina

0
514
ELYX WED 2

ELYX WED 2

5.júní 2015.  Ef neysla og framleiðsla jarðarbúar heldur áfram óbreytt þurfum við þrjár plánetur í stað þeirrar einu sem við höfum árið 2050.

Sameinuðu þjóðirnar beina kastljósinu að sjálfbærri neyslu á Alþjóða umhverfisdaginn sem er haldinn víða um heim í dag, 5.júní.

Árið 2050 verða jarðarbúar orðnir 9.6 milljarðar og þá þarf þrjár plánetur til að viðhalda lifnaðarháttum okkar og neyslu. Þema Alþjóða umhverfisdagsins í ár er “Sjö milljarðar drauma. Okkar pláneta. Umhyggjusöm neysla.”

ELYX WED 3“Ofneysla matar er skaðleg heilsu okkar og umhverfinu,” bendir leikarinn Leonardo di Caprio á en hann er í hópi frægs fólks sem styðja málstað sjálfbærrar neyslu undir heitinu “Drauma liðið”.

 “Ágangur á landið, minnkandi frjósemi jarðvegsins, ósjálfbær vatnsnotkun, rányrkja í fiskveiðum og umhverfisspjöll sjávar draga úr getu náttúrunnar til að sjá okkur fyrir matvælum,” bætir hann við.

Sjálfbærni verður í brennidepli þegar Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna kemur saman til fundar í september en þá  er stefnt að því að samþykkja sjálfbær þróunarmarkmið. Þau munu ná til allra ríkja jarðar og eitt eirra er einmitt Sjálfbær neysla.

Ban Ki-moon, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir í ávarpi á Alþjóða umhverfisdeginum að markmið sjálfbærrar þróunar sé að auka lífsgæði allra án þess að spilla umhverfinu og án þess að ganga á auðlindir sem komandi kynslóðir þurfa á að halda.

“Við getum gert þetta með því að breyta neyslumynstri okkar með því að velja vörur sem eru síður vatns- og orkufrekar í framleiðslu og með því að draga úr sóun matvæla.”

Myndirnar vann franski listamaðurinn Elyx í tilefni Alþjóða umhverfisdagsins 2015.

Sjá nánar hér