Við vinnum fyrir þá sem minnst mega sín

0
414
7_billion

7_billionDagur Sameinuðu þjóðanna var haldinn hátíðlegur víða um heim í gær 24. október.  Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna ávarpaði nemendur í skóla í New York í tilefni dagsins og gerði fátækt í heiminum að umtalsefni.  “Einn milljarður manna í heiminum gengur til náða hungraður. Fólk deyr af völdum sjúkdóma sem oft má rekja til skorts á svo einföldum hlut sem hreinu vatni. Margir lifa ekki einu sinni til fimm ára aldurs. Þetta er fólkið sem við hjá Sameinuðu þjóðunum erum að vinna fyrir, á hverjum einasta degi.”

Nemendur í New York sitja fyrir á mynd með Ban Ki-moon. Veraldarbúar verða orðnir 7 milljarðar innan viku.