„Viðbrögð Evrópu virka ekki”

0
434

Stúlka á grísku eynni Kos. Mynd frá Alþjóða Rauða krossinum. 2.0 Generic CC BY NC ND 2.0

25.ágúst 2015. Sérfræðingur Sameinuðu þjóðanna um mannréttindi farandfólks hvetur Evrópusambandið til að breyta stefnu sinni því núverandi ástand sé óásættanlegt.

„Það mun ekki hindra fólk sem sækir til Evrópu að reisa girðingar eða beita táragasi eða slíku ofbeldi gegn farandfólki og hælisleitendum. Þaðan af síður mun það hafa tilætluð áhrif að fangelsa fólk, neita því um húsaskjól, mat og vatn; og enn síður að nota hatursfulla orðræðu eða beita hótunum,” segir François Crépeau, sérstakur erindreki Sameinuðu þjóðanna um mannréttindi farandfólks.

Hann hvetur Evrópusambandið til að endurskoða stefnu sína í þessum málaflokki og samþykkja heildstæða, samræmda stefnu á grunni mannréttinda. Crépeau segir að slíkri stefnumótun beri að hafa hreyfanleika að leiðarljósi.

francoiscrepeau„Það er eina leið ESB til að endurreisa landamæri sín, berjast gegn mansali og taka tillit til farandfólks.”

„Við skulum horfast í augu við þá staðreynd að núverandi aðgerðir eru haldlausar. Fólksflutningar munu halda áfram,” segir Crépeau.

Hann bendir á að vilji ríki ná tökum á ytri landamærum sínum, sé Evrópubúum nauðugur einn kostar að opna opinbera farvegi fyrir farandfólk til að koma til Evrópu og setjast að. “Snjall-vísur”, væru slík lausn sem fæli í sér að leyfa fólki að koma til Evrópuríkja í leit að starfi en um leið hvata til þess að snúa heim á ný ef slíkt gengur ekki upp.

“Þessu til viðbótar er brýn nauðsyn að Evrópubúar komi á fót, í samvinnu við önnur auðug ríki, áætlun um að taka á móti flóttamönnum, fyrst og fremst Sýrlendingum og Erítreubúm; 1.5-2 milljónir á næstu tveimur árum,” segir Crépeau.

Mynd: 1.) Stúlka á eynni Kos. Mynd: Alþjóða Rauði Krossinn.