Vilja hjálpa og halda að allt sé í kaldakoli

0
445

Does dev. ass. work Credit EU Humanitarian Aid and Civil protection2.0 Generic CC BY-SA 2.0 

Nýlegar viðhorfskannanir í Danmörku og Svíþjóð sýna að á sama tíma og fólk er almennt jákvætt í garð þróunaraðstoðar er þekking þess afar bágborin.

 Í könnun sem Epinion gerði í Danmörku 2012 kom í ljós að Danir eru afar jákvæðir þegar þróunaraðstoð er annars vegar því 69% lýstu sig fylgjandi slíkri aðstoð. Danir tengja þróunaraðstoð ekki við spillingu og sóun fjár heldur aðstoð og stuðning við þróunarríki.

pernille. mambo magazine 0-291x217Pernille Bærendtsen er danskur blaðamaður sem hefur umtalsverða reynslu af þróunarmálum. Hún segir í viðtali við fréttabréf UNRIC: “Danir vilja veita þróunaraðstoð af ýmsum ástæðum; sumir gera það samviskunnar vegna og til að sýna samstöðu. Ég hef reynslu af starfi í Afríku og tel mig geta fullyrt að þessu fylgir mjög ákveðin krafa um að þetta sé gert á réttan hátt. Danskir skattgreiðendur eru helteknir af því að allt eigi að gerast samkvæmt áætlun!”

Vandinn er hins vegar sá að slíkt gerist sárasjaldan. Stór hluti þess fjár sem veitt er til þróunarmála, rennur til brothættra ríkja á borð við Sómalíu og Suður-Súdan. Þetta eru ríki sem glíma við mikla erfiðleika á borð við vopnuð átök, ólæsi, veikburða innviði og stjórnunarhætti. Ég held að Danir hugsi fyrst og fremst um ríki af þessu tagi þegar þróunaraðstoð ber á góma.”

 

DanishÞegar Danir eru spurðir að því hvort þeir telja sig vita eitthvað um þróunaraðstoð og aðstæður í þróunarríkjum, telja 23% sig vita harla lítið. Og þetta er sannleikanum samkvæmt. Fylgt var eftir með sex spurningum um þróunarríki og hvort og hvernig þróun miðar áfram. Sjö mismunandi svör voru í boði fyrir hverja spurningju.

Svörin eiga það sameiginlegt að Danir halda almennt að ástandið sé mun verra en það er og krossa við “neikvæðasta” svarmöguleikann.

Dæmi um þetta er fyrsta spurningin: Heldurðu að það séu fleiri eða færri fátæklingar í heiminum nú eða árið 1990? Aðeins 3% svöruðu réttilega að fátækum hefur fækkað um 400 milljónir en það var “jákvæðasta” svarið.

teachersSama máli gildir um aðgang að menntun. Tveir af hverjum þremur Dönum (66%) töldu að aðeins 30% af börnum í þróunarlöndum sæktu skóla. Rétta svarið er að þorri barna gerir það (90%). Af svipuðum toga má nefna að Danir halda að stúlkur séu hálfdrættingar á við drengi í skólasókn en hið rétta er að hlutfallið er yfir 95%.

Á hinn bóginn halda 50% Dana að þróunaraðstoð skili árangri. Af öllu þessu má draga þá ályktun að Danir hafi trú á þróunaraðstoð landsins.

Það virðist hins vegar stórt bil á milli skynjunar fólks og raunveruleikans.

Sömu meginatriði má lesa út úr rannsókn sem Novus og Gapminder gerðu í Svíþjóð.

RoslingSvíar telja heiminn vera eins og hann var fyrir þremur áratugum. Hans Rosling, professor í alþljóðaheilbrigðismálum og formaður Gapminder segir í viðtali við fréttabréf UNRIC bersýnilegt að fólk hafi nokkuð skakka mynd af raunveruleikanum. Ástæðuna telur hann vera: “Hvorki skólinn, fjölmiðlar eða baráttufólk hefur sagt frá því sem hefur verið að gerast.”

Pernille Bærendtsen, segir að ekki megi gleyma að fréttir sem Danir fái frá þróunarlöndum komi annað hvort frá fjölmiðlum eða frjálsum félagasamtökum og í fréttaflutningi sé hvorki málum ekki fylgt eftir og þau útskýrð í smáatriðum og ljósi brugðið á flókið samhengi.

“Fréttir af þróunarríkjum eru almennt neikvæða;  um dauðsföll, hamfarir eða spillingu. Nýleg dæmi eru munaðarferðalög fyrrverandi forsætisráðherra Dana sem færður voru á reikning þróunaraðstoðar; fórnarlömb nauðgana í Kongó eða þurrkur á austurodda Afríku. En að auki þá einfalda flest frjálsu félagasamtakanna málin úr hófi og úr verður leiðinleg einhliða útgáfa af raunveruleikanum,” segir Pernille Bærendtsen.

Það er svo áleitin spurning hvernig hægt er að hafa trú á einhverju og halda að það skili árangri en velja samt öll neikvæðustu svörin í krossaprófi skoðanakönnunarinnar!.

Væri þá hægt að draga þá ályktun að svarendur treysti þróunaraðstoð en ekki þróunarríkjunum? Það kemur hins vegar ekki heim og saman við þá staðreynd að aðeins 2% telja “sóun” og “spillingu” einkenna þróunarríkin.

FarmingPernille Bærendtsen leggur áherslu á að þróunaraðstoð sé flókið ferli og heldur áfram: “Það er engin skyndilausn til. Sérstaklega ekki í veikburða ríkjum. Það er mikill munur á því að veita ríkisstjórn Tansaníu fjárstyrk og að þjálfa blaðamenn í dreifbýli Suður-Súdans. Ég held að fæstir Dana viti og viðurkenni hversu margslungið, flókið, vandasamt og tímafrekt gott þróunarstarf er.”

Hans Rosling bendir einnig á að fjölmiðlar fjalli lítið um hægfara breytingar til hins betra. “Fjölmiðlar fjalla mjög lítið um stórar breytingar á heimsvísu” segir Rosling. Af þessum sökum viti almenningur lítið um þróunaraðstoð, þótt hann styðji hana. “Meirihlutinn í ríkum löndum vill hjálpa fátækum þótt fæstir viti hvernig best sé að gera það,” segir Rosling.

Hið jákvæða er að viljinn til að hjálpa er til staðar á Norðurlöndum. Fólk virðist halda að heimurinn sé mun verri en hann er en vill láta gott af sér leiða þar sem neyðin er stærst. Og jafnvel þótt jákvæð þróun hafi orðið í mörgum þróunarríkjum er ljóst að mikið starf er óunnið í þágu hinna fátækustu í heiminum.