Vill einhver frið í heiminum og eitt súkkulaðistykki?

0
422
World's Best News

 „Má bjóða ykkur Heimsins bestu fréttir og svolítið súkkulaði?“. Margir gátu ekki staðist þetta kostaboð í Kaupmannahöfn í morgun þegar þúsundir sjálfboðaliða dreifðu fjórblöðungnum „Heimsins bestu fréttir“ til fólks á leið til vinnu.

Bandalag frjálsra félagasamtaka, Sameinuðu þjóðanna og dönsku þróunarstofnunarinnar stendur ár hvert í september fyrir svokölluðu “Heimsins bestu frétta”-átaki.

Stundum urðu brosandi sjálfboðaliðar að brýna raustina til að yfirgnæfa háværa danstónlist úr hátölurum sem komið var fyrir á götuhornum og sumir stóðust ekki mátið og tóku danspor.

Tónlistarfrömuðurnir úr röðum sjálfboðaliðanna virtust of ungir fyrir „Bítlaæði“ en ef Sgt.Pepper´s plata bítlanna hefði verið leikinn hefði John Lennon ekki heyrt fréttir um „400 holur í Blackburn, Lancashire,“  heldur að heimurinn væri batnandi – „getting better all the time.“

Vissulega voru margir sem fengu blaðið í hendurnar undrandi á því að heyra að þar færu góðar fréttir því slíkt er því miður sjaldgæft þessa dagana.

„Góðar fréttir og súkkulaði – ég gæti alveg notað það. Kannski þetta besti morgun heimsins,” datt út úr hjólreiðamanni.

Met þátttaka

Aldrei hafa fleiri, eða 2600 tekið þátt í átaknu en Besta-frétta-blaðinu var dreift 344 stöðum í Danmörku.

Sjálboðaliðarnir klæddust að venju hvítum og appelsínugulum bolum merktum bestu fréttunum. Á meðal þeirra kenndi margra grasa, en margir voru félagar í almannasamtökunum 90 sem standa að átakinu, en einnig voru á ferðinni starfsfólk Sameinuðu þjóðanna í Danmörku, erlendir diplómatar, atvinnurekendur og stjórnmálamenn svo eitthvað sé nefnt.

150,000 eintökum var dreift til vegfarenda á götuhornum, og í lestum ofan og neðanjarðar. Þá var 100 þúsund eintökum dreift sem blaðauka við 14 héraðsfréttablöð.

Að þessu sinni var kastlósi beint að Heimsmarkmiði númer 16 um frið, réttlæti og öflugar stofnanir.

Samira Nawa þingkona Radikale Venstre, Jesper Nygaard forstjóri Realdania, Brian Mikkelsen framkvæmdastjóri Dans erhverv dreifðu blöðum í morgun ásamt Thomas Ravn-Pedersen forsprakka Heimsins bestu frétta.

„Við verðum að hafa í huga að friður er ekki bara fjarvera stríðs,“ segir Thomas Ravn-Pedersen ritstjóri Heimsins bestu frétta. „Heimsmarkmið 16 snýst um það sem þarf til að skapa frið og hvernig má endurreisa samfélag á marga aðra vegu en bara þann að hindra stríð. Þetta má allt lesa um í blaðinu.“

Fyrirsagnir greina tala síu máli. „Engin framtíð án friðar“, „Fleiri ríki banna ofbeldi gegn börnum,“ „

Ríki afnema dauðarefsingu“, „Færri fórnarlömb hryðjuverka.“

Fixing a hole

Heimsins bestu fréttir
Samira Nawa þingkona Radikale Venstre afhendir hjólreiðamanni góðar fréttir í pappírslíki.

Ef hægt væri að dansa við Sgt.Peppers hefði unga fólkið kannski blastað „It’s getting better all the time,” sem hefði rímað vel við þema dagsins.

Hins vegar hefðu sumir á rigningarmorgni í Kaupmannahöfn frekar kosið næsta lag plötunnar: „I am fixing a hole were the rain gets in.“

 

 

 

 

Heimurinn í nokkrum tölum

4/5

af öllum kjarnorkuvopnum upprætt frá 1987.

of all nuclear weapons have been eliminated since 1987

80,925

ósprungnar klasasprengjur sem hafa verið hreinsaðar frá 2020.

71

Friðargæslusveit Sameinuðu þjóðanna í heiminum frá 1948 til 2019.

23%

fækkun morða í heiminum 1990-2019.

Heimild: Verdens Bedste Nyheder, 9.september 2022