Virðing fyrir mannréttindum forsenda friðar

0
414
Settlement

Settlement

8. Október 2015. Fjórir Ísraelar og fimm Palestínumenn hafa týnt lífi það sem af er Októbermánaðar og hundruð hafa særst.

Öryggisástandið hefur versnað umtalsvert undanfarnar vikur á Vesturbakkanum, þar á meðal í Jerúsalem. Meiri blóðsúthellingar munu eingöngu magna hatrið á báða bóga og býða ekki upp á neinar lausnir,” segir Mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna Zeid Ra’ad Al Hussein í yfirlýsingu.

Hann hefur þungar áhyggjur af aukinni spennu og ofbeldi á hernumdu palestínsku landi og leggur áherslu að virðing fyrir mannréttindum sé forsenda þess að ró komist á að nýju.

Spenna hefur stigmagnast vegna þess að fólk hefur fyllst örvæntingu yfir áframhaldandi hernámi, og takmarkanir á ferðafrelsi Palestínumanna til að biðjast fyrir í Al-Aqsa hafa verið olía á eldinn. Einnig má nefna ofbeldi landnema, áframhaldandi útþensla landnemabyggða og að enginn skuli dreginn til ábyrgðar fyrir íkveikjuna í Duma, þegar ma.eins og hálfs árs gamalt barn var brennt til bana.”