Vitstola styrjöld gegn náttúrunni

0
515
Alþjóðlegur dagur fjölbreytni lífríkisins
Fjölbreytni lífríkisin© Unsplash/Zdeněk Macháček

Maðurinn hefur breytt þremur fjórðu hlutum umhverfisins á landinu og tveimur þriðju hlutum umhverfis hafsins. Í dag, 22.maí,  er Alþjóðadagur líffræðilegrar fjölbreytni. Í ávarpi í tilefni dagins hvetur António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna till þess að bundinn verði endi á „vitstola styrjöld gegn náttúrunni.“

Fjölbreytni lífríkisins er þýðingarmikil til þess að hægt sé að ná Heimsmarkmiðunum um sjálfbæra þróun, binda enda á ógn loftslagsbreytinga og landeyðingar, tryggja fæðuöryggi og styðja við bakið á framförum í heilsu mannsins,” segir Guterres í ávarpi sínu.

Alþjóðadagur líffræðilegrar fjölbreytni
Carlos Crespo/UNDP Madagascar

Yfirmaður Sameinuðu þjóðanna minnir á að fjölbreytni lífríkisins sé lykill að grænum vexti sem nái til sem flestra. Á þessu ári hittast þjóðir heims á fundi til þess að semja um nýjan ramma um fjölbreytni lífríkisins á heimsvísu með það í huga að setja skýr og mælanleg markmið til þess að plánetan verði komin á braut endurreisnar fyrir 2030.”

„Þessi rammaáætlun verður að fela í sér baráttu gegn því sem veldur því að fjölbreytni lífríkisins minnkar,” segir Guterres. „Við þurfum metnaðarfulla breytingu sem felur í sér umskipti með það fyrir augum að við getum lifað í sátt við náttúruna. Til þess að svo verði ber okkur að vernda stærri hluta lands heimsins, hvetja til sjálfbærar neyslu og framleiðslu, nota náttúrulegar lausnir til að hemja loftslagsbreytingar og binda enda á skaðlegum niðurgreiðslum sem valda umhverfinu tjóni.”