Vitundarvakning um albinisma

0
517
albino1

albino1

13.júní 2016. Alþjóðadagur vitundar um albinisma er haldinn í dag í annað skipti.

Fólk með albinisma má víða þola margs konar mismunun. Albinism er mjög miskilinn, félagslega og læknisfræðilega og víða veður uppi alls kyns hjátrú, sem veldur því að albíónar eru settir til hliðar í samfélaginu og mega þola félagslega einangrun og útilokun.

Svo virðist sem eftirspurn eftir líkamshlutum fólks með albínisma hafi aukist í aðdraganda kosninga í nokkrum Afríku-ríkjum. Ikponwosa Ero,var á síðasta ári skipaður fyrsti sérstakur erindreki Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna um réttindi fólks með albínisma. 

Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti ályktun árið 2014 þess efnis að 13.júní ár hvert skyldi helgaður vitundarvakningu um albinisma.
Albínismi orsakast af galla í erfðaefninu sem veldur skorti á litarefni (melaníni) í húð, hári og augum. Þeir einstaklingar sem fæðast albínóar framleiða annað hvort lítið eða ekkert litarefni sem leiðir til þess að þeir eru mjög hvítir á hörund, með hvítt hár og ljósblá, rauð eða stundum fjólublá augu, segir á vísindafréttavefnum Hvatinn.

Albinismi er meðfæddur og er talið að 17 til 20 þúsund manns teljist albínóar í Evrópu og Norður-Ameríku. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin telur að þetta sé algengara í Afríku sunnan Sahara og einn af hvrjum fimm til fimmtán þúsund manns fæðist albínói. Í sumum ættbálkum í Afríku er hlutfallið hærra eða einn af þúsund til fimmtán hundruð manns.

Mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna stendur fyrir herferð í þágu albínóa, sjá hér. Myllutákn: #notghosts .