Votlendi er á meðal miklvægustu vistkerfa jarðar

0
650
Vatnasvæði Lena-árinnar í Síberíu. Mynd: USGS/Unsplash

Votlendissvæði eru á meðal mikilvægustu vistkerfa jarðar. Þau eru griðastaður villtra dýra, sía mengun og hýsa kolefni. En þau eiga líka í högg að sækja. Um 85% þess votlendis sem til var á jörðinni árið 1700 var horfið árið 2000. Alþjóðlegur dagur votlendis er 2.febrúar og nú stendur yfir Áratugur vistheimtar hjá Sameinuðu þjóðunum.

Votlendi á borð við mýrar hefur verið ræst fram til að greiða fyrir þróun, ræktun og annari „framleiðslu“. Þrisvar sinnum hraðar hefur verið gengið á votlendi en skóga og tap þess hefur í för með sér hættu á að hundruð þúsunda dýra og jurtategunda deyji út.

Washington-ríki í Bandaríkjunum. Mynd: David Lang/Unsplash

„Heilbrigt votlendi er þýðingarmikið fyrir mildun og aðlögun vegna loftslagsbreytinga, fyrir fjölbreytni lífríkisins, heilbrigði mannsins og velmegun,“ segir Leticia Carvalho hjá Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna (UNEP). „Við verðum að tryggja að votlendi haldi áfram mikilvægri þjónustu vistkerfa við þarfir mannkynsins.“

Óþekktar hetjur

Alþjóðlegur dagur votlendis er í fyrsta skipti í ár alþjóðlegur dagur á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Hins vegar á hann rætur að rekja til Ramsar samþykktarinnar um votlendi frá árinu 1972.

Votlendi, þar á meðal mýrlendi og móamýrar eru hinar óþekktu hetjur baráttunnar gegn

Mynd: Ergin Yıldızoglu/ Unsplash

loftslagsvárnni. Þau hýsa meira kolefni en nokkur önnur vistkerfi. Móamýrar geyma tvisvar sinnum meira kolefni en allir skógar heims. Vistkerfi votlenda draga til sín umfram vatn og koma jafnt í veg fyrir flóð og þurrka. Þau stuðla að því að samfélög víða geti aðlagast loftslagsbreytingum.

Af þessum sökum er vernd votlendis forgangsmál fyrir UNEP. Kastljósinu er sérstaklega beint að votlendi nú vegna Áratugar Sameinuðu þjóðanna um vistheimt  (UN Decade on Ecosystem Restoration.)

Meira votlendi í landsmarkmiðum

„Það er mikil hvatning að það er í auknum mæli viðurkennt að votlendi sé ómissandi en oft gleymd lausn úr ríki náttúrunnar,“ segir Carvalho. „Á COP26, Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna var kastljósinu beint að hlutverki fjármögnunar og pólitísks vilja. Við þurfum að sjá meira af slíku ætluðu votlendi í Landsmarkmiðum ríkja um loftslagsaðgerðir. Jafnframt þarf að fella slíkt inn í þróunaráætlanir.“

Manngert votlendi getur einnig stuðlað að velferð manna. Nefna má eitt slíkt verkefni við Eystrasaltið sunnanvert. Þar hefur fljótandi lífríki verið komið fyrir á tjörnum sem menguð eru af efnum á borð við fosfór og köfnunarefni. Náttúran sjálf sér þar um að hreinsa út skaðlegu efnin.

Útdauði tegunda

Mynd: Ashley Inguanta/Unsplash

Votlendi hafa ekki síður þýðingarmiklu hlutverki að gegna í baráttunni fyrir fjölbreytni lífríkisins. Meir en 140 þúsund þeirra tegunda, sem náttúrufræðingar hafa lýst, reiða sig á ferskvatns-búsvæði, þar á meðal 55% allra fiska.

Tegundir sem lifa í eða af ferskvatns-búsvæðum eru mikilvæg fyrir vistkerfin á hverjum stað. Þau eru uppspreta fæðu og tekna og koma í veg fyrir flóð og hindra uppblástur. Það skýtur því skökku við að útdauði slíkra tegunda er hraðari en annara land- og sjávartegunda. Útrýming blasir við nærri þriðjungi sökum aðskotategunda, mengunar, ágangs á búsvæði og ofnýtingu.

Góður fréttirnar eru þær að vernd, sjálfbær nýting og endurheimt votlenda virka og bæta heilsu og hag nærri fjögurra milljarða manna sem á einn eða annan hátt treysta á „þjónustu“ votlendis að því er fram kemur í Alþjóðlegri úttekt á votlendi heims (Global Wetland Outlook). Sjötta Heimsmarkmiðið um sjálfbæra þróun skuldbindur ríki heims til að vernda og endurheimta votlendi fyrir árið 2030. Votlendi er af ýmsum toga. Hér eru fimm dæmi.

  1. Tilbúið votlendi

Ekki er allt votlendi vott um alla tíð og tíma og ekki allt er afurð náttúrunnar. Tilbúið votlendi á borð við vatnsból og fiskitjarnir hafa hlutverki að gegna við að kæla plánetuna og draga til sín koltvísýring. Tilbúið votlendi notar aðferðir náttúrunnar til að hreinsa mengun úr frárennslisvatni.  Þar að auki hefur það jákvæðu hlutverki að gegna við að auka fjölbreytni lífríkisins og er áningarstaður farfugla og annara tegunda á faraldsfæti. Þetta er tiltölulega ódýrt og stuðlar að vatnsöryggi sem er mikilvægt fyrir aðlögun að loftslagsbreytingum.

Aldyn Bulak nærri Tuva í Rússlandi. Mynd: Markus Siemens/Unsplash
  1. Móamýrar norðursins

Nærri helmingur kolefnis í jarðvegi má finna í móamýrum Norðurslóða. Hér er fyrst og fremst um að ræða freðmýrar. Rík ástæða er til að óttast, því norðurheimskautið hlýnar tvisvar sinnum hraðar en jörðin að meðaltali. Kann því sá koltvísýringur sem bundinn er í sífreranum að losna og valda gríðarlega skaðlegum áhrifum og auka enn á loftslagsbreytingar.

3. Saltsjóir 

Saltsjóir eins og Van-vatn í Tyrklandi og Bogoria í Kenía eru basísk og vatn þeirra ódrykkjarhæft. Engu að síður gegna þau mikilvægu hlutverki sem vistkerfi. Þangað eru sótt eftirsótt steinefni og ensím.

Saltsjóir
Van-vatn í Tyrklandi. Mynd: Flickr / Carl Campbell

4. Saltvatns mýrar

Saltvatnsmýrar eða sjávarfallamýrar í strandhéruðum eru kjör-búsvæði ýmiss konar dýralífs, tímgunarsvæði fiska, binda koltvísýring og vernda strandlengjru. En þessum svæðum er líka ógnað. „Eftir því við hversu mikla hækkun yfirborðs sjávr er miðað, gæti 20-90% alls strand-votlendis horfið fyrir lok aldarinnar,“ segir í skýrslu UNEP Að friðmælast við náttúruna (Making Peace With Nature).

5. Fenjaskógar

Lágtliggjandi skógar-vistkerfi eða fenjaskógar (swamp forests) eru víða á eyjum Indónesíu og Malasíu. Skógur hefur verið ruddur og vikið fyrir palmaolíuplantekrum. Hins vegar er vaxandi skilningur á verndun.

Móamýrar þekja aðeins 3% af yfirborð jarðar en eru langstærsta náttúruleg geymsla kolefnis.  Með því að vernda og endurheimta móamýrar má draga úr losun 800 milljón tonna gróðurhúsalofttegunda á ári. Það samsvarar allri losun Þýskalands að því er framk meur í nýrri skýrslu UNEP. a recent UNEP report.

Prófið að fara í netheima-ferð um móamýrar hér.