WHO: 50% kunna að fá Covid innan tveggja mánaða

0
613
COVID19-banner

Alþjóða heilbrigðismálastofnunin (WHO) segir að heilbrigðiskerfi margra ríkja sé undir „miklum þrýstingi“ af völdum Omicron-afbrigðis COVID-19. Búast megi við að meir en helmingur íbúa í Evrópu-umdæmi WHO kunni að sýkjast af Omicron afbrigðinu á næstu vikum og mánuðum.

 Dr. Hans Kluge forstjóri Evrópu-skrifstofu WHO sagði á blaðamannafundi í Kaupmannahöfn i dag að í þeim 53 ríkjum sem tilheyrðu umdæminu, hefðu 7 milljónir tilfella af COVID-19 verið greind í fyrstu viku 2021. Þetta er tvöfalt meira en undangengnar tvær vikur.

COVID-19, Norðurlönd
Hans Kluge forstjóri Evrópuskrifstofu Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar. Mynd: WHO

Frá 10.janúar hafa 26 ríki skýrt frá því að 1% íbúanna fái COVID í hverri viku.

Ef svo fer fram sem horfir spáir alþjóðleg stofnun sem leggur mat á heilbrigðis-vísitölur að meir en 50% íbúa á Evrópusvæði WHO sýkist af Omicron innan sex til átta vikna.

Þótt hlutfall dauðsfalla og sjúkrahúsinnlagna sé lægra en í fyrri bylgjum veldur hinn mikli fjöldi sýkinga því að sjúkrahúsinnlögnum fjölgar. „Þetta er mikil áskorun fyrir heilbrigðiskerfi í mörgum ríkjum þar sem Omicron hefur náð að breiðast hratt út,“ segir Dr. Kluge.

Bólusetningar veita góða vörn

.„Ég vil ítreka að þær bólusetningar sem samþykktar hafa verið til þessa, veita góð vörn gegn alvarlegum veikindum og dauða, sérstaklega gegn Omicron,“ sagði Dr.Kluge og rakti dæmi frá Danmörku. Þar hefur Omicron riðið yfir af miklum þunga. Hins vegar voru sjúkrahúsinnlagnir sex sinnum algengari á meðal óbólusettra en full-bólusettra í jólavikunni.

Bólusetningar COVID-19
Mynd: CDC/Unsplash

Dr. Kluge segir að þar sem Omicron hefur breiðst út beri að setja í forgang að verja þá sem höllustum standa fæti fyrir skaða og draga úr skakkaföllum í heilbrigðisþjónustu og annari grundvallar þjónustu.

Þá hvatti hann til að ákarðanir um að stytta einangrun og sóttkví skyldu teknar að vandlega athuguðu máli.

„Hverja ákvörðun um að stytta tíma sóttkvía eða einangrunar ber að taka með hliðsjón af bæði neikvæði COVID-19 prófi og aðeins ef slíkt er talið nauðsynleg til að tryggja bráðnauðsynlega þjónustu. Meta ber af kostgæfni áhættu og ávinning af slíkri ákvörðun.”

Halda ber skólum opnum í lengstu lög

Dr. Kluge lagði áherslu á að halda skólum opnum vegna mikilvægi þeirra út frá geðheilbrigðislegum-, félagslegum og menntunarlegum forsendum. „Skólar ættu að vera síðasti staður til að loka og sá fyrsti til að opna.“

Sökum þess hve auðsmitanlegt Omicron-afbrigðið er telur WHO í Evrópu þýðingarmikið að:

  • Tryggja góða loftræstingu, handþvott og notkun andlitsgríma.
  • Telja ber kennara og annað starfslið skóla til forgangshópa og þeim boðin bólusetning og aukaskammtar. Þá ber að bjóða börnum sem höllum fæti standa og bórnum sem eru í tengslum við fólk í áhættuhópum bólusetningu hvar sem slíkt er mögulegt.

Dr. Kluge segir að farsælast sé að leggja drög fyrir kennslu á netinu auk hefðbundinnar kennslu svo að börn geti haldið áfram nemi geti þau ekki sótt skóla.

Samstöðu er þörf

WHO í Evrópu segir að öll fyrri ráð sem gefin hafa verið séu jafn viðeigandi hvort heldur sem Delta eða Omicron afbrigðin séu ríkjandi. Þau eru. 1. Bólusetning. 2. Þriðji skammtur eða örvunarbólusetning. 3. Aukin grímunotkun 4. Loftræsting í lokuðum rýmum. 5. Að beita nýjum hjúkrunarferlum.

“Þar að auki ber okkur að stefna að því að deila bóluefni og sýna samstöðu, þvert á aldurshopa, greinar, landæmæri og pólitískar markalinu,” sagði Dr. Kluge á blaðamannafundinum í Kaupmannahöfn.