WHO hvetur til að transfitusýrur í mat séu bannaðar

0
277
Transfitusýrur
Transfitusýrur er að finna til dæmis í frönskum kartöflum, innpakkaðri vöru, smurðu áleggi og bökunarvörum. © Unsplash/Viktor Forgacs

Heilbrigðismál. Þrátt fyrir að árangur hafi náðst við að fjarlægja transfitusýrur úr matvælum, njóta fimm milljarðar jarðarbúa ekki verndar frá skaðvænlegum áhrifum þeirra. Þetta veldur aukinni hættu á hjartasjúkdómum og dauða að sögn Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar (WHO).

Tilbúna transfitusýru má oft finna í innpakkaðri matvöru, bökunarvörum, matarolíu og ýmiss konar smurðu áleggi. Neyslan stuðlar að allt að hálfri milljón dauðsfalla á ári úr hjartasjúkdómum að sögn WHO.

WHO hefur gefið út stöðuskýrslu í framhaldi af ákalli stofnunarinnar 2018 um að uppræta þetta efni úr matvælum fyrir 2023.

Eykur hættu á hjartasjúkdómum

Franskar innihalda oft transfitusýrur.
Franskar innihalda oft transfitusýrur. StockSnap Wikimedia. Creative Commons Zero, Public Domain Dedication

Þrátt fyrir að árangur hafi náðst við að fjarlægja transfitusýrur úr matvælum, njóta fimm milljarðar jarðarbúa ekki verndar frá skaðvænlegum áhrifum þeirra. Þetta veldur aukinni hættu á hjartasjúkdómum og dauða að sögn Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar (WHO).

Tilbúna transfitusýru má oft finna í innpakkaðri matvöru, bökunarvörum, matarolíu og matarsalati. Neyslan stuðlar að allt að hálfri milljón andláta á ári úr hjartasjúkdómum að sögn WHO.

WHO hefur gefið út stöðuskýrslu í framhaldi af ákalli stofnunarinnar 2018 um að uppræta þetta efni úr matvælum fyrir 2023.

Heilsuvá

Transfitusýrur
Transfitusýrur eru oft í örbylgjupoppi og smákökum. Transfitusýrur. Mynd: Wikimedia Commons/The U.S. Food and Drug Administration

Á þessum tíma hafa 43 ríki beitt sér fyrir stefnumótun um hvernig best er að takast á við tansfitusýrur. Þar með njóta 2.8 milljarðar manna eða 36% verndar, og er það sexföldun á fimm árum. Tarkmarkið um algjöra útrýmingu er hins vegar ekki innan seilingar.

„Það er ekki vitað til þess að það sé neinn hagur af tansfitusýrum en á sama tíma fylgir þeim mikil heilsufarsleg áhætta og kostnaður fyrir heilbrigðiskerfið,“ segir Tedros Adhanom Ghebreyesus forstjóri WHO.

„Hins vegar getur uppræting transfitu sýrna haft mikla jákvæða þýðingu fyrir heilbrigði og er einstaklega hagkvæm.  Í stuttu máli þá eru transfitu sýrur eiturefni sem drepur og ætti ekki að nota í matvæli. Það er kominn tími til að lonsa við þetta í eitt skipti fyrir öll.“

Hvað eru transfitusýrur?

Transfitusýrur er víða að finna en þar er á ferðinni fita sem er að hluta til hert og er notuð við framleiðslu margra matvæla. Þær eru til dæmis í matvælum þar sem bökunarsmjörlíki eða djúpsteikingarfeiti er notað við framleiðslu. Vörur sem mögulega innihalda transfitusýrur eru smjörlíki, steikingarfeiti, kökur, kex, franskar kartöflur og annar djúpsteiktur skyndibitamatur, örbylgjupopp, snakk og sælgæti og getur í sumum þessara vara verið umtalsvert magn transfitusýra, að því er fram kemur á vef Landlæknisembættisins.

Frá náttúrunnar hendi er transfitusýrur að finna í litlu magni í vörum eins og kjöti, kjötvörum, rjóma og smjöri.