WHO: Mpox er ekki  „hið nýja COVID”

0
16
Skammtur af mpox bóluefni Mynd: © WHO/Khaled Mostafa
Skammtur af mpox bóluefni Mynd: © WHO/Khaled Mostafa

 Alþjóða heilbrigðismálastofnunin (WHO) segir að hægt sé að sigrast á Mpox-veirusýkingunna en nauðsyn krefji að hjálpa Afríkuríkjum í að ná í bóluefni. Hins vegar verða ríkistjórnir í Evrópu að bera gæfu til að sýna öfluga pólitíska staðfestu til að uppræta veiruna og sýna samstöðu með Afríkuríkjum, segir Dr. Hans Kluge svæðisstjóri WHO í Evrópu.

Kluge leggur áherslu á að almenningi stafi lítil hætta af mpox, sem áður gekk undir nafninu apabóluveira. Veirusýkingin berst hratt út, en Kluge hafnar samanburði við COVID-19 heimsfaraldurinn. WHO lýsti yfir alþjóðlegri lýðheilsuvá sökum útbreiðslu mpox í síðustu viku.  „Við vitum hvernig hægt er að hafa stjórn á mpox í Evrópu og hvaða skref ber að stíga til uppræta útbreiðsluna með öllu,” segir Kluge.

 Sýni tekið úr mpox sýktri manneskju. Mynd:  WHO/Katson Maliro

 Sýni tekið úr mpox sýktri manneskju. Mynd:  WHO/Katson Maliro

Útbreiðslumynstur

Aðspurður á blaðamannafundi í Genf um hvort hætta væri á lokunum eins og þegar COVID geisaði svaraði Kluge afdráttarlaust: „nei”.

Núverandi vísindaþekking á veirunni bendir til að hún berist á milli með hörundssnertingu við mpox-sár, þar á meðal í kynlífi. Dr. Kluge minnti á að mpox hefði breiðst út í Evrópu 2022 en stjórn hefði verið náð á útbreiðslunni, „þökk sé virku sambandi við þá hópa karla sem hafa mök við aðra karla.”

Ástæður árangurs 2022

Hann nefndi breytta hegðun og enga mismunun í aðgerðum heilbrigðisyfirvalda auk bólusetninga við mpox sem helstu ástæður þess að árangur náðsit 2022.

Hins vegar hefði smiðshöggið ekki verið rekið í aðgerðunum til að uppræta sjúkdóminn og nú væru greind 100 tilfelli af ættkvísl 2 („clade 2”) afbrigðinu mánaðarlega.

Í síðustu viku greindist ættkvíslar 1 („clade 1”) afbrigðið í Svíþjóð og var það í fyrsta skipti sem það gerðist utan Afríku. Það hefur verið miðlægt í nýjustu útbreiðslu veirunnar í Lýðveldinu Kongó og nágrannaríkjum þess.