WHO: skyldu-bólusetningar eru síðasta úrræði

0
647
COVID-19, Norðurlönd
Hans Kluge forstjóri Evrópuskrifstofu Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar. Mynd: WHO

Alþjóða heilbrigðismálastofnunin (WHO) varar við því að grípa til skyldu-bólusetninga fyrr en öll önnur úrræði eru þrotin.

Dr. Hans Kluge forstjóri WHO í Evrópu sagði á blaðamannafundi í Kaupmannahöfn í dag að ekki bæri að gera bólusetningar að skyldu fyrr en að loknu samtali í hlutaðeigandi samfélagi.

„Kvaðir varðandi bólusetningar eru allra síðasta úrræði og ber aðeins að grípa til þess ráðs í þvi skyni að auka bólusetningar þegar allt annað hefur verið reynt.“

Bólusetningar COVID-19
Mynd: CDC/Unsplash

Kluge viðurkenndi að í sumum tilfellum hefði slíkt reynst árangursríkt. Hins vegar bæri að taka með í reikninginn hvaða áhrif slíkt hefði á traust og tiltrú almennings, auk fjölda bólusetninga.

„Þegar upp er staðið ætti aldrei að beita skyldu ef það hefur í för með sér að auka ójöfnuð í aðgangi að heilsugæsli og félagslegri þjónustu,“ sagði dr. Kluge.

Bólusetningar fækka dauðsföllum

Þótt COVID-19 tilfelli og dauðsföll hafi tvöfaldast á undanförnum tveimur mánuðum,hefur heildarfjöldinn þó verið mun lægri en í þau tvö skipti sem faraldurinn hefur náð hámarki áður. 55% allra íbúa Evrópu og mið-Asíu eru fullbólusettir. 43 af 53 ríkjum sem heyra undir Evrópusvæði WHO bjóða nú þeim sem eru í mestri hættu upp á örvunarskammt.

Kluge segir að dauðsfölll hefðu verið mun fleiri án bólusetninga.

Dr Kluge minnti á nýja rannsókn WHO í Evrópu og ECDPC. Þar var komist að þeirri niðurstöðu að 470 þúsund mannslífum hefði verið bjargað með COVID-19 bóluetningum á tímabilinu desember 2020 til nóvember 2021.

„Þetta er óyggjandi staðfesting á gildi bólusetninga og vísinda, vitnisburður um staðfestu ríkisstjórna og heilbrigðisstarfsmanna en fyrst og fremst viðurkenninga á vilja og stuðningi almennings í baráttunni gegn heimsfaraldrinum,“ sagði dr. Kluge.

Skipt um gír

Hann sagði að Evrópubúum bæri að skipta um gír og fara úr viðbragðsstöðu í stöðugleika. Til þess að halda fjölda dauðsfalla lágum bæri að auka enn bólusetningar, gefa örvunarsprautur, tvöfalda grímunotkun innanúss og loftræsta fjölfarna staði.

Dr Kluge sagði að það væri afar brýnt að skapa COVID-19 öruggt svæði fyrir ung skólabörn til þess að forðast lokun skóla og heimanám. Hins vegar, yrði að hafa I hug að nú væru börn tvisvar til þrisvar líklegri til að smitast en íbúar að meðaltali.

Grímuskylda í skólum

Mynd: Note Tharum/Unsplash

“Nú þegar skólafrí er í aðsigi verðum við að viðurkenna að börn sita foreldra, afa og ömmur á heimilum og það er tíu sinnum meiri hætta fyrir óbólusetta fullorðna að veikjast alvarlega, lenda á sjúkrahús og deyja.“

Af þessum sökum hvetur WHO í Evrópu til grímunotkununar, loftræstingar og reglubundinna covid-prófa í grunnskólum. Ræða ber bólusetningu barna í hverju ríki fyrir sig.