WHO: Tryggja ber öryggi hjúkrunarfræðinga við störf

0
728
COVID-19 Hjúkrunarfólk
Mynd: Landsspítali/Þorkell Þorkelsson

Hjúkrunarfræðingar eru fremstir í víglínunni í baráttu heimsins við COVID-19 faraldurinn. Nú í dag,12.maí þegar Alþjóðlegum degi hjúkrunarfræðinga er fagnað er ástæða til að vekja fólk til vitundar um þýðingarmikið starf hjúkrunarfræðinga um allan heim og þær áskoranir sem þeir mæta á hverjum degi.

Heilbrigðiskerfi í mörgum ríkjum hafa fundið fyrir skorti á starfsfólki og öryggisbúnaði í glímunni við COVID-19. Hjúkrunarfræðingar og aðrir heilbrigðisstarfsmenn hafa oft og tíðum verið berskjaldaðir bæði gagnvart sjukdómnum og því andlega álagi sem fylgir því að vinna í mikilli spennu og þar að auki í hættulegu umhverfi.

COVID-19 hefur grandað 260 hjúkrunarfræðingum

Að mati Alþjóðaráðs hjúkrunarfræðinga (ICN) hafa að minnsta kosti 90 þúsund heilbrigðisstarfsmenn smitast af kórónaveirunni og ekki færri en 260 hjúkrunarfræðingar hafa látið lífið.

Hjúkrunarfræðingar eru meir en helmingur heilbrigðisstarfsmanna í mörgum ríkjum og eru því hryggjarstykkið í öflugu og þolgóðu heilbrygðiskerfi sem er forsenda heilsugæslu í þágu allra, ekki síst í baráttunni vði COVID-19 faraldurinn.

Í áranna rás hafa hjúkrunarfræðingar átt verulegan þátt í helstu afrekum heilsugæslu, svo sem upprætingu bólusóttar og umtalsverðrar minnkunar mæðra- og barndauða um allan heim.

Samt sem áður njóta hjúkrunarfæðingar ekki alltaf sannmælis, eru illa launaði og hafa litlu hlutverki að gegna við stjórnun. Það sem verra er, þá er öryggi þeirra við skyldustörf ekki alltaf tryggt þegar þeir sinna veiku og berskjölduðu fólki.

Ár hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra

Undanfarna áratugi hefur WHO, Alþjóða heilbrigðismálastofnunin, lagt sig í framkróka við að leyfa röddum hjúkrunarfræðinga að heyrast. 2020 hefur verið lýst alþjóðlegt ár hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra. WHO, mun í félagi við samstarfsaðila sína heiðra störf hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra, og vekja athygli á þeim vandasömum aðstæðum sem hjúkrunarfræðingar eru í á vinnustöðum sínum og hvetja til aukinna fjárfestinga í störfum hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra.

Í myndbandsávarpi skorar Tedros Adhanom Ghebreyesus forstjóri WHO á veraldarleiðtoga að tryggja öryggi hjúkrunarfræðinga og sjá til þess að þeir hafi fulltrúa í stjórnun.

„Í öllum ríkjum ber að tryggja öryggi og heilbrigði hjúkrunarfræðinga í störfum sínum. Auk persónulegs öryggisbúnaðar og líkamlegs öryggis eiga allir  hjúkrunarfræðingar skilið laun sem greidd eru á réttum tíma, launaða fjarveru vegna veikinda, sjúkratryggingu og stuðning á sviði geðheilbrigðis. Tryggja ber að hjúkrunarfræðingar eigi fulltrúa til stjórnun heilbrigðiskerfis og taki þátt í mótun heilbrigðisstefnu og fjárfestinga.“

 

Covid-19 faraldurinn minnir okkur á sem aldrei fyrr hve þýðingarmikið starf hjúkrunarfræðinga er. Án hjúkrunarfræðinga og annara heilbrigðisstarfsmanna væri einnig tómt mál að tala um að ná Heimsmarkmiðunum um sjálfbæra þróun eða að brjóta á bak aftur veirufaraldra þegar þeir brjótast út. WHO vonast til að faraldurinn verði til þess að hjúkrunarfræðingar verði metnir að verðleikum og hið mikilvæga starf sem þeir inna af hendi á hverjum einasta degi.

#RememberHealthHeroes