A-Ö Efnisyfirlit

WHO: viðbrögð við COVID-19 verða brotin til mergjar

Heilsuþingi Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) lauk í gær með samþykkt ályktunar þar sem hvatt er til óháðrar úttektar á alheimsviðbrögðum við COVID-19, þar á meðal viðbrögðum stofnunarinnar sjálfrar.

Þingið var haldið í fyrsta skipti með fjarfundabúnaði 18.-19.maí og beindist athyglin að kóronaveirufaraldrinum sem kostað hefur rúmlega 316 þúsund manns lífið. 4.7 milljónir manna hafa smitast og sett hagkerfi heimsins í uppnám.

Þingið var haldið í skugga ásakana frá Hvíta húsinu þess efnis að WHO hafi ekki brugðist nægilelega snemma við COVID-19 til að hindra útbreiðslu faraldursins. Í bréfi sem sent var með Twitter til forstjóra WHO á mánudag gaf Donald Trump forseti Bandaríkjanna stofnunnin mánaðar frest til þess að hrinda verulegum umbótum í framkvæmd eða verða a af bandarískum fjárveitingum ella.

Ályktun um bóluefni, meðferð og heilstætt mat

194 aðildarríki WHO samþykktu ályktun samhljóða þar sem forstjóra stofnunarinnar Tedros Adhanom Ghebreyesus  var falið að finna valkosti til þess að efla nauðsynlega þróun, framleiðslu og dreifingu til að greiða fyrir COVID-19 greiningu, lækningu, lyfjum og bóluefni.

Í lokaummællum sínum sagði Tedros að WHO myndi einbeita sér áfram að því að berjast við faraldurinn með öllum tiltækum úrræðum. “Markmið okkar er að bjarga mannslífum,” sagði hann. Hann hét því að beita sér fyrir úttekt COVID-19 viðbrögðum við “fyrsta tækifæri”, og fagnaði hvers kyns viðleitni til að efla heilbrigðisörryggi í heiminum og stofnunina sjálfa.

“WHO er og mun alltaf hafa að leiðarljósi gagnsæi, ábyrgðarskyldu og stöðugar framfarir,” sagði hann. “Við erum jafn fúsir og allir aðrir til að gera reikningsskil.”

Fréttir

Til heiðurs lungum jarðar

Hafið er okkur uppspretta fæðu, lífsviðurværis og þjónar samgöngum og viðskiptum jarðarbúa. Og sem lungu...

Hálfur milljarður í bóluefni gegn COVID-19

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hefur tilkynnt um framlag Íslands til sérstaks aðgerðabandalags fjölmargra ríkja, fyrirtækja...

Að efla réttindi kvenna

🇺🇳 75 ára afmæli – 75 dæmi um að Sameinuðu þjóðirnar skipti sköpum 🇺🇳 Jafnrétti...

Náttúran er að senda okkur skýr skilaboð

COVID-19 faraldurinn er alvarleg áminning til okkar allra um að hlúa að nátturunni og...

Álit framkvæmdastjóra