Yfirþyngd og offita hrjáir 30% jarðarbúa

0
456

Flickr Steve Baker 2.0 Generic CC BY-ND 2.0

21.nóvember 2014. Á sama tíma og barist er við hungur í heiminum, virðist ekkert lát á útbreiðslu offitu, eins skæðasta faraldurs 21.aldarinnar.

65% jarðarbúar búa í ríkjum þar sem yfirþyngd og offita verða fleira fólki að bana en of lítil líkamsþyngd. Um 2.1 milljarður manna eða 30% heimsbyggðarinnar telst of þungur eða glímir við offitu.

Samkvæmt nýrri rannsókn, er kostnaðurinn á heimsvísu við offitu um það bil sá sami og af völdum reykingar og vopnaðra átaka og meiri en af völdum bæði alkóhólisma og loftslagsbreytinga.

Obesity2Annari Alþjóðaráðstefnunni um næringu (ICN2)  sem staðið hefur yfir í tvo daga, lýkur í Rómarborg en þar næring í öllum sínum myndum verið til umfjöllunar, allt frá vannæringu til offitu og sjónum beint að þeim miklu breytingum á næringu sem á sér stað í heiminum.

Ráðherrar og háttsettir embættismenn frá meir en 170 ríkjum hafa samþykkt pólitíska yfirlýsingu  og aðgerðaáætlun til að takast á við hungur og offitu. Í yfirlýsingunni eru raktar ýmsar skuldbindingar ríkja og ráðleggingar um stefnumörkun og fjárfestingar til að tryggja heilbrigðari og sjálfbærari fæðu.

Flickr FAOALC 2.0 Generic CC BY-NC-SA 2.0José Graziano da Silva, forstjóri FAO, Matvælastofnunar Sameinuðu þjóðanna sagði: “Við höfum þekkingu, tæknin og úrræði til þess að uppræta hvers konar vannæringu. Ríkisstjórnin verða að marka brautina,” sagði hann. “En til þess að bæta næringu alls heimsins, verða allir að leggjast á eitt, þar á meða borgaralegt samfélag og einkageirinn.”

Lengst af voru yfirþyngd og offita tengd háum tekjum, en nú er þetta orðið sívaxandi vandamál í lág- og millitekjuríkjum. Efnahagslegar og menningarlegar breytingar í þróunarríkjum, svo sem flutningur til borga, hefur haft í för með sér að hefðbundin fæða sem er auðug af trefjum og kornmeti hefur vikið fyrir vestrænni fæðu sem inniheldur meiri sykur og fitu.

Offita getur dregið úr hæfni fólks til að stunda vinnu. Yfirþyngd eykur líkur á að verða sjúkdómum sem ekki smitast af bráð, en dæmi um það eru hjarta- og æðasjúkdómar, sykursýki og sumar tegundir krabbameins. Mörg þróunarríki standa nú frammi fyrir tvöföldu álagi: að glíma á sama tíma við smitsjúkdóma og vannæringu og aukningu í yfirþyngd og áunnum sjúkdómum.

 Á síðasta ári var svo komið að í fyrsta sinn var offita og sjúkdómar sem tengjast mataræði skæðari dánarorsök en smitsjúkdómar.

Mynd: Aðalmynd Steve Baker/Flickr.