Zeid: ESB brýtur evrópsk lög

0
409
Zeid picture resized 3

Zeid picture resized 3

14.mars 2016. Mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna segist hafa áhyggjur af því að fyrirhugaður samningur Evrópusambandsins við Tyrki brjóti í bága við alþjóðalög.

Zeid Ra’ad Al Hussein, kom í dag til Brussel til funda við ráðamenn framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins aðallega um málefni flóttamanna.
Hann sagði á blaðamannafundi hjá UNRIC, Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna í Brussel að hann hefði áhuga á að heyra hjá viðmælendum sínum hvernig þeir ætluðu að fylgja alþjóðalögum í viðbrögðum sínum við flóttamannavandanum.

Evrópusambandið og Tyrkland eiga í viðræðum um að Tyrkir taki við flóttamönnum frá Grikklandi og á sama tíma muni ESB ríki veita jafnmörgum flóttamönnum úr búðum í Tyrklandi hæli.

Zeid er í Brussel í aðdraganda leiðtogafundar ESB 17.mars en þá á að ganga frá samningi við Tyrki. Hann sagði að hann teldi að ekki hefði enn verið gengið frá málinu.

„Fyrstu viðbrögð mín eru að hver og einn hælistleitandi verði að fá persónulega umfjöllun til að meta hvaða vernd hann eða hún þarf á að halda. Annars er verið að snúa fólki aftur í hópum en slíkt brýtur í bága jafnt við aljóða- sem evrópsk lög.“

Zeid picture resized 2Mannréttindastjórinn sagðist bera virðingu fyrir Tyrkjum sem hefðu tekið á móti miklum fjölda sýrlenskra flóttamanna, en hins vegar virtist ekki standa til boða að fá fullt hæli sem flóttamaður heldur aðeins tímabundið. Af þeim sökum fullnægði Tyrkland ekki skilyrðum þess að vera „öruggt þriðja ríki“ andspænis evrópuskum lögum og reglum.

„Mér leikur forvitni á að vita hvað viðmælendur mínir hafa um þetta að segja, því eins og tillögurnar líta út og hafa verið kynntar virðist þetta greinilega ganga í berhögg við löggjöf Evrópusambandsins.“

Mannréttindastjórinn gagnrýndi einnig lokun landamæra ríkja á vesturhluta Balkanskaga og sagði að tilgangurinn hefði verið sagður sá að halda uppi lögum og reglu.

„Þetta var ekki sá árangur sem sást á myndum frá landamærum Grikklands og Makedóníu,“ sagði Zeid á blaðamannafundinum. „Þess í stað horfðum við upp á mannlegan harmleik. Margt af þessu fólki hefur gengið í gegnum skelfilega reynslu í Sýrlandi og víðar. Nú, bíður fólkið harmi slegið í köldum, rökum búðum, börnin eru veik og einu skilaboðin frá Evrópu eru „Farið burt“.“

Myndir: Gaia Verhulst/UNRIC