Zlatan vekur athygli á hungri í heiminum

0
414

WFP HP Final

16.febrúar 2015. Knattspyrnuhetjan Zlatan Ibrahimović, tilkynnti í gær að hann hefði látið húðflúra á líkama sinn nöfn fólks sem sveltur heilu hungri í því skyni að vekja athygli á herferð Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna (WFP).

Zlatan Ibrahimović, er markahrókur með franska félaginu Paris-Saint-Germain (PSG) og fyrirliði sænska landsliðsins. Hann skýrði frá því í gær að hann léki með nöfn nokkurra þeirra 50 til 80 milljóna manna sem WFP veitir mataraðstoð, húðflúruð tímabundið á líkama sinn til að vekja athygli á hlutskipti þeirra.  

Vakti mikla athygli í gær þegar Ibrahimović fór úr bolnum eftir að hafa skorað á mark og húðflúrið blasti við. 

Hvar sem ég fer þekkir fólk mig, kallar nafn mitt og hvetur mig”, segir Ibrahimović. En til eru nöfn sem enginn kærir sig um að muna. Og sem enginn hvetur: nöfn þeirra 805 milljón manna sem líða hungur í heiminum í dag.”

Ég á stuðningsmenn um allan heim. Héðan í frá vil ég að þessi stuðningur færist yfir á fólk sem þjáist af hungri, Þetta fólk eru hinir raunverulegu meistarar. Þannig að þegar þið heyrið nafn mitt, hugsið um hungraða í heiminum,” sagði hann á blaðamannafundi í höfuðstöðvum Paris Saint-Germain þegar herferðinni var hleypt af stokkunum. 

Herferðin byggist á nöfnum fimmtíu nafna sem eru tákn fyrir þær allt að 80 milljónir mannas em WFP brauðfæðir vegna ófremdarástandsins í ríkjum á borð við Sýrland, Írak, Suður-Súdan, Mið-Afrikulýðveldið, einnig í Bólivíu, Kambódíu og Kongó þar sem matvæláætlun SÞ byggir upp þrek fólks.

Ibrahimović lék í gær með nöfn á borð við Carmen, Mariko, Antoine, Sawsan, Chheuy, Lida, Siatta, Rahma, Yaae  húðflúruð á líkamann.

Hver og einn þeirra áttahundruð og fimm milljóna hungraðra í heiminum hafa nafn, rödd og sögu að segja,” sagði Marina Catena,  forstjóri WFP í Frakklandi og Mónakó. Zlatan var reiðubúinn að leggja málinu lið og segja sögu þeirra á sínum eigin líkama svo að heimurinn gleymdi þeim ekki.”

Nánar um herferðina hér: www.wfp.org/805millionnames