Ekki náðist samkomulag um loka-yfirlýsingu

0
344
Kjarnorku-afvopnun
Mótmælendur krefjast kjarnorku-afvopnunar. Mynd:: CAN/Tim Wright

Fjögurra vikna viðræðum ráðstefnu um banni við útbreiðslu kjarnorkuvopna er lokið í New York án árangurs. Rússar lögðust gegn orðalagi í lokayfirlýsingu um yfirráð þeirra yfir kjarnorkuveri í Úkraínu og því náðist ekki samstaða.

Þetta var tíunda endurskoðunarráðstefna aðildarrríkja sáttmálans um bann við útbreiðslu kjarnorkuvopna.

António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna lýsti djúpum vonbrigðum yfir þvi að ekki hefði tekist að ná samstöðu til að efla hinn 52 ára gamla sáttmála, að sögn talsmanns hans, Stéphane Dujarric.

Aukin hætta

 Guterres fagnaði hreinskilnum og innihaldsríkum skoðanaskiptum aðildarríkjanna og að ráðstefnan skuli hafa viðurkennt að svokallaður NPT samingur un bann við útbreiðslu kjarnorkuvopna væri hornsteinn kjarnorku-afvopnunarstarfs. Hann harmaði hins vegar að ekki hafi tekist að svara þeim áskorunum sem græfu nú undan sameiginlegu öryggi í heiminum.

“Spennan í alþjóðasamskiptum og aukin hætta á að kjarnorkuvopnum sé beitt, af slysni eða sökum misreiknings, krefst brýnna og ákveðinni aðgerða,” sagði Dujarric í yfirlýsingu. “Heimur án kjarnorkuvopna er enn æðsta markmið Sameinuðu þjóðanna í afvopnunarmálum.”

Sjá einnig hér.