2.2 milljarðar hafa ekki aðgang að ferskvatni

0
882

Ferskvatn er lífsnauðsynlegt fyrir líf okkar, heilsu og velferð. Það er nauðsynlegt vegna hreinlætis, til matargerðar- og framleiðslu. Engu að síður hafa 2.2 milljarðar manna ekki aðgang að öruggu ferskvatni. Alþjóðlegur dagur ferskvatns  er haldinn árlega 22.mars. 

Brýnt er að almenningur og stjórnendur vinni saman að þvi að vernda það ferskvatn sem til er í heiminum, nýti það á ábyrgan hátt og endurvinni með skilvirkjum hætti. Aðgangur allra að ferskvatni er frumskilyrði þess að hægt sé að stöðva útbreiðslu heimsfaraldra.

Alþjóðlegur dagur ferskvatns

Þá er kastljósinu beint að vatni sem grundvelli góðs lífs og velmegunar. Ferskvatns er þörf hvarvetna, þar á meðal í landbúnaði, umhverfi, heilbrigði og viðskiptum. Ferskavatnsdagurinn á rætur að rekja til leiðtogafundar jarðarinnar í Rio de Janeiro 1992 og er markmið hans að efla ábyrga nýtingu vatns.

Vernda ber vatnsból til að tryggja framgang Heimsmarkmiðanna um sjálfbæra þróun og tryggja öllum jarðarbúum aðgang að hreinu og öruggu vatni.   Ósjálfbær vatnsnotkun og loftslagsbreytingar eru skyld fyrirbæri og takast verður á við þau samtímis.

Nýta ber tæknilegar nýjungar og aðferðir til þess að nýta vatnsbirgðir á ábyrgan hátt, bæði með því að auka skilvirkni og endurnýta.  Unsustainable water use and climate change are linked, and they must be addressed simultaneously. Heimsmarkmið númer 6 snýst um vandamál við núverandi vatnsnotkun og tryggja öllum jarðarbúum aðgang að ferskvatni sem skiptir sköpum í okkar daglega lífi.

Vatnsskortur

Skortur á aðgangi að vatni skapar hættur ekki síst í þróunarríkjum. Dag hvern deyja um það bil eitt þúsund börn vegna þess að þau fengu ekki nægt öruggt drykkjarvatn. Heilbrigði og velferð samfélaga er stefnt í hættu vegna skorts á ferskvatni. Milljónir verða að gera sér að góðu að ganga örna sinna á víðavangi.

Vatn er þýðingarmikið í því að uppræta heimsfaraldurinn sem kenndur er við COVID-19. Handþvottur er eitt þeirra ráða sem til eru, til að forðast smit. Torvelt er að uppræta faraldurinn fyrr en allir jarðarbúar hafa aðgang að hreinu vatni.

 

Á Alþjóðlega ferskvatnsdaginn verður ný skýrsla Sameinuðu þjóðanna kynnt þar sem tekin verða saman helstu ráð handa almenningi og þeim sem taka stefnumarkandi ákvarðanir um hverju þarf að breyta um notkun og sýringu vatnsnotkunar.

Alþjóðlegi ferskvatnsdagurinn

Hægt er að fylgjast með því hvernig haldið er upp á Alþjóðlegadaginn á twittersíðu UN Water .

Hvatt er til þess að helstu skilaboðum sé komið á framfæri undir myllumerkjunum #SafeHands og #WORLDWATERDAY.

Alþjóðlegi ferskvatnsdagurinn tengist öðrum alþjóðlegum dögum, þar á meðal Alþjóðlega klósettdeginum  en þá er beint sjónum að sómasamlegri hreinlætisaðstöðu fyrir fólk um allan heim. Þá er ástæða til að nefna Alþjóðlegan baráttudag gegn eyðimerkurmyndun.