A-Ö Efnisyfirlit

Að tryggja aðgang að hreinu drykkjarvatni

🇺🇳 75 ára afmæli – 75 dæmi um að Sameinuðu þjóðirnar skipti sköpum 🇺🇳

SÞ75 logo

Aðgangur að vatni og hreinlætisaðstöðu hefur verið viðurkenndur sem mannréttindi á vettvangi Sameinuðu þjóðanna.

Með þessu eru viðurkennt hversu lífsnauðsynleg þessi atriði eru fyrir hvern og einn. Það hefur hrikalegar afleiðingar fyrir heilsu, reisn og velmegun milljarða manna um allan heim að hafa ekki aðgang að hreinu vatni á viðráðanlegu verði og í fullnægjandi magni. Þetta á ekki síður við hreinlætis og salernisaðstöðu. Allt eru þetta einnig forsendur þess að njóta annara mannréttinda.

Ríkjum ber að tryggja þegnum sínum rétt til drykkjarvatns og hreinlætis án mismununar.

28.júlí 201 smþykkti Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna sérstaklega að það væru mannréttindi að hafa aðgang að  drykkjarvatni og hreinlæti og sömuleiðis að þetta væri forsenda annarra mannréttinda.

Einn milljarður manna fékk í fyrsta skipti á ævinni aðgang að hreinu, öruggu drykkjarvatni á árunum 1981-1990 þegar tíu ára átak Sameinuðu þjóðanna “Áratugur Sameinuðu þjóðanna helgaður ferskvatni“ stóð yfir.

Árið 2002 hafði 1.1 milljarður manna til viðbótar fengið aðgang að hreinu vatni. Árið 2003 var haldið alþjóðlegt ár ferskvatns til þess að vekja fólk til vitundar um nauðsyn þess að vernda þessa dýrmætu auðlind.

Annar ferskvatns-áratugur Sameinuðu þjóðanna 2005-2015 hafði að markmiði að minnka um helming fjölda þess fólks sem ekki hafði aðgang að hreinu drykkjarvatni.

#MótumFramtíðOkkar #UN75

Fréttir

Að efla réttindi fatlaðra

🇺🇳 75 ára afmæli – 75 dæmi um að Sameinuðu þjóðirnar skipti sköpum 🇺🇳 Sameinuðu...

Guterres segir að lýð- og þjóðernishyggja hafi brugðist

António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna sagði í dag á Allsherjarþingi samtakanna að heimurinn stæði...

Forsætisráðherra: jafnrétti verði í fyrirrúmi í endurreisn eftir COVID-19

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hvatti til þess að “jafnrétti kynja og kynþátta” verði í fyrirrúmi...

UNICEF og samskiptamiðlar sameinast gegn neteinelti

Helstu samskiptamiðlar hetims hafa tekið höndum saman með UNICEF í baráttunni gegn neteinelti. Barnahjálp Sameinuðu...

Álit framkvæmdastjóra