2014: Eitt ár, 4 málefni

0
446

 

International year 2014

9.janúar 2014. Árið 2014 hjá Sameinuðu þjóðunum er helgað fjórum málefnum.

Þessi málefni eru jafn ólík og austur og vestur og vinstri og hægri.  Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna hefur lýst árið 2014, ár Fjölskyldulandbúnaðar, kristallafræði, vanþróaðra smáeyja og samstöðu með palestínsku þjóðinni. Byrjum á fjölskyldulandbúnaði. 

Yfir 500 manns stunda landbúnað innan fjölskyldunnar. Allvíða eru fjölskyldubýlin aðalframleiðendur þeirra matvæla sem neytt er hvunndags. Yfir 70% þeirra sem búa við fæðuóöryggi í Afríku, Asíu, Suður-Ameríku og Austurlöndum nær búa í dreifbýli. Margir stunda fjölskyldulandbúnað og smáskikum og hafa lítinn aðgang að náttúruauðlindum, úrræðum og tækni. 

Þess vegna leika fjölskyldubýli og smábændur lykilhlutverk í að uppræta hungur og fátækt, við að efla fæðuöryggi og næringu, bæta lífskjör, stýra nýtingu náttúruauðlind, vernda umhverfið og efla sjálfbæra þróun, sérstaklega í dreifbýli.

Nánar hér. Við fjöllum um hin málefnin næstu daga.