2015 líklega hlýjasta ár sögunnar

0
433
Climate change resized

Climate change resized

25.nóvember 2015. Miklar líkur eru á að meðalhiti á jörðinni árið 2015 verði sá hæsti sem sögur fara af.

Alþjóðaveðurfræðistofnunin (WMO) segir líklegt að meðalhitinn við yfirborð muni mælast einni gráðu hærra en var fyrir daga iðnbyltingar. WMO segir samverkandi þættir valda hitamestinu, annars vegar óvenju öflugur El Niño og hins vegar hlýnun jarðar af mannavöldum.

Þá er fimm ára tímabilið 2011 til 2015 hið hlýjasta frá því mælingar hófust og samfara hlýnuninni hefur öfgakennt veðurfar, ekki síst hitabylgjur verið tíðari en nokkru sinni, segir í nýrri greiningu WMO sem kynnt var í dag.

jarraud„Magn gastegunda í andrúmsloftinu sem valda gróðurhúsaáhrifum hefur aldrei verið meira,“ segir Michel Jarraud, forstjóri WMO. „Á þriggja mánaða tímabili vorið 2015 varð náði uppsöfnun koltvísýrings hámarki og varð 400 hlutar á hverja milljón. Líklegt er að árið 2015 verði hlýjasta ár sögunnar og hiti sjávar hinn mesti frá því mælingar hófust. Þetta er sæmar fréttir fyrir plánetuna,“ segir Jarraud.
„Til viðbótar er El Niño hafstraumafyrirbærið enn að færast í aukana. Þetta hefur áhrif á veðurfar víða um heim og óvenju hlýr október-mánuður ýti undir þetta. Búast má við að El Niño valdi enn frekari hlýnun fram á árið 2016,” segir Jarraud.

WMO gaf út bráðabirgðaniðurstöðu um veðurfarið 2015 og greiningu á árunum 2011-2015 til upplýsingar samningamönnum á Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem hefst í París, mánudaginn 30.nóvember.

Mynd: Ian Burt/https://creativecommons.org/licenses/by/2.0/