22 ríkustu menn heims eiga jafn mikið og allar konur í Afríku

0
756
Alþjóðadagur helguður útrýmingu fátæktar
Mynd: Bill Wegener/Unsplash

COVID-19 heimsfaraldurinn hefur snúið við þeim árangri sem náðst hefur undanfarna áratugi í baráttunni gegn fátækt í heiminum. Búist er við að 143 til 163 milljónir manna til viðbótar verði fátækt að bráð á þessu ári, 2021.

Þessir “nýju fátæklingar” bætast í hóp 1.3 milljarðar manna sem búa við margs konar, þráláta fátækt. Neyð þessa hóps hefur enn aukist á tímum heimsfaraldursins.

„Misskipting batans hefur enn aukið á ójöfnuð á milli norðurs og suðurs í heiminum. Samstaða hefur brugðist einmitt þegar hennar er mest þörf,“ segir António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna í ávarpi á Alþjóðadegi helguðum útrýmingu fátæktar.

Alþjóðlegur dagur helgaður útrýmingu fátæktarGuterres segir að misskipting bóluefnis leyfi COVID-19 veirunni að breiðast út og breytast. Slíkt kosti hugsanlega milljónir manna lífið og dragi efnahagskreppu á langinn.

„Við verðum að binda enda á þessu hneisu.“

Fjöldi kvenna sem glímir við sára-fátækt er mun meiri en karla. Jafnvel áður en heimsfaraldurinn skall á áttu ríkustu 22 karlarnir í heiminum Meira en allar afrískar konur -og bilið heldur áfram að breikka.

20% fleiri konur en karlar á aldrinum 25-34 ára búa við örbirgð. 18% frumbyggja-kvenna lifa á minna en 1.90 Bandaríkjadali á dag.

3 milljarðar hafa ekki efni á heilnæmu fæði

Í fréttum á Alþjóða matvæladaginn 16.október kom fram að 3 milljarðar manna eða 40% jarðarbúa hafa ekki ráð á heilnæmu mataræði.

Þar að auki eru nærri 2 milljarðar manna í yfirþyngd eða teljast til offeitra vegna slæms mataræðis og kyrrsetu.

Talið er að 690 milljónir manna líði hungur í heiminum eða rétt tæplega 9% heimsbyggðarinnar. Engu að síður fer 14% allra matvæla til spillis úti ákri, við meðhöndlun, geymslu eða flutning og öörðum 17% er sóað af neytendum. Þetta er sérstaklega alvarlegt sé haft í huga að 33% af losun gróðurhúsalofftegunda af mannavöldum má rekja til matvælakeðjunnar.

Rekja má 8-10% losunar gróðurhúsalofttegunda í heiminum til framleiðslu matvæla sem er sóað eða glatast áður en hægt er að neyta þeirra. Þá er land nýtt og vatni sóað við framleiðslu. Af þeim sökum á  matarsóun þátt í að auka álag á náttúruna að nauðsynjalausu sem meðal annars skerðir fjölbreytni lífríkisins.