Matvælaframleiðsla: vannæring þrífst innanum ofgnótt

0
770

Tíundi hver jarðarbúi var vannærður á síðasta ári. 800 milljónir í heiminum borðuðu ekki nægan, næringarríkan mat. Á sama tíma fór 1.3 milljarður tonna matvæla til spillis.

Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá matvælastofnunum Sameinuðu þjóðanna (FAO og WFP)

 Skýrslan var gefin út í aðdraganda undirbúningsfundar Sameinuðu þjóðanna um matvælakerfi hemsins í Róm 26.til 28.júlí. Fundurinn er haldinn  til undirbúnings leiðtogafundar um málið í september. Þar var fylkt liði allra aðila sem hafa áhrif á fæðukerfi með það fyrir augum að hrinda öllum sautján heimsmarkmiðunum um sjálfbæra þróun í framkvæmd.

Fæðuskortur er enn alvarlegt vandamál í heiminum þrátt fyrir gríðarlega mikla matvælaframleiðslu. Á sama tíma og vannæring þrífst er 1.3 milljörðum tonna matvæla sóað eða glatað á hverju ári.

Þetta er annars vegar félagslegt- og efnahagslegt vandamál og hins vegar umhverfisslys. Nota mætti þá fæðu sem ekki kemst til neytenda til þess að bera á heilbrigðan jarðveg. Molta – það er að segja að jarðgera lífúrgang-  getur eflt tengsl neytenda og náttúrunnar, auk jákvæðra áhrifa á umhverfið.

Vitaskuld ætti sóun matvæla ekki að viðgangast á sama tíma og fólk sveltur. Ójöfnuður ríkir í fæðu-kerfi heimsins og brýnt er að nálgast matvælaframleiðslu á nýjan hátt.

Álag á umhverfið

Rekja má 8-10% losunar gróðurhúsalofttegunda í heiminum til framleiðslu matvæla sem er sóað eða glatast áður en hægt er að neyta þeirra. Þá er land nýtt og vatni sóað við framleiðslu. Af þeim sökum á  matarsóun þátt í að auka álag á náttúruna að nauðsynjalausu sem meðal annars skerðir fjölbreytni lífríkisins. 

Annars vegar liggur fyrir að matvælaframleiðsla hefur mikil áhrif á umhverfið og hins vegar er ljóst að matvælaframleiðslan dugar ekki til að brauðfæða sífellt fleiri jarðarbúa. Af þessu er ljóst að stokka þarf upp spilin og breyta jafnt hugsunarhætti sem aðferðum.

Ábyrgur landbúnaður starfar fyrir náttúruna en ekki gegn henni.

Molta er lykilatriði í því að minnka álag matarframleiðslu á umhverfið. . Moltugerð miðar að því að tryggja að matvæli sem fara til spillis komið að gagni sem áburður. Moltan sér til þess að úrgangur safnist ekki fyrir að nauðsynjalausu. Hægt er að læra moltugerð og jafnt áhugafólk sem bændur getur stundað þessa iðju.

Ný tengsl

Með þvi að jarðgera lífúrgang í líki óæts matar er dregið úr notkun iðnaðar-áburðar sem notaður er í landbúnaði og matvælaframleiðslu. Með notkun áburðar frá moltu er hægt að endurlífga frjósemi jarðvegsins og bæta vatnsheldni hans. Náttúran er mikils virði og sé hlúð að henni er óbeint stuðlað að öflugra efnahagslífi.

Ávinningurinn af moltu felst vissulega meðal annars í því að spara útgjöld við losun úrgangs en það er langt frá því að vera eini kosturinn.

„Ójafnvægi einkennir tengsl okkar við náttúruna,” segir Doreen Robinson hjá Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna (UNEP). ”Jarðarbúar taka stöðugt frá náttúrunni og fleygja, en náttúran heldur áfram að gefa.”

Að útrýma sóun

Nýrra aðferða er þörf þegar úrgangi er hellt yfir umhverfið og gengið hefur verið á margar auðlindir.

Hringrásarhagkerfi snýst um að bæta nýtingu auðlinda með þeirri stefnu að endurnýta allt. Markmiðið er að ganga eins lítið á auðlindir og hægt er og forðast á sama tíma að skapa úrgang.

Núverandi línulaga hagkerfi okkar hefur skapað óeðlileg tengsl á milli mannsins og náttúrunnar.   

Aukin moltugerð er skref í rétta átt við að skapa fulkomið hringrásarhagkerfi þar sem allir hafa aðgang að heilbrigðu mataræði sem sótt er til ábyrgra bænda.

Þótt stjórnendur muni hér eftir sem hingað til bera ábyrgð á kerfisbundnum aðgerðum í þágu umhverfisins getur almenningur engu að síður verið aflvaki breytinga. Moltugerð er dæmi um slíkt.

 Matarsóunarlisti UNEP 2021 sjá hér.